Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 07:00 Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrari hefur vakið mikla athygli fyrir peysur sínar. Sigríður Margrét Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. Prjón, húmor og klæðileg list „Ýrúrarí hefur gefið ósöluhæfum 66°Norður peysum nýtt líf með því að hylja göt og aðra galla í efni með sérhönnuðum bótum úr afskornum efnisbútum sem fallið hafa til við framleiðsluna á síðustu árum. Í hönnunarferlinu á bótunum sótti Ýrúrarí innblástur í lögun tölustafanna 66 sem prýða merki 66°Norður. Ýrúrarí er þekkt fyrir prjón, húmor, og klæðilega list, með áherslu á sjálfbærni og hringrás texílefna,“ segir í tilkynningu frá HönnunarMars. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Ýr var búsett í Berlín í tvö ár en flutti heim til Íslands í janúar. Hún starfar hérlendis og hefur í mörg ár tekið þátt í HönnunarMars með ýmsa vinsæla viðburði. Sömuleiðis vinnur hún mikið af verkefnum í Danmörku og fær oft pantanir frá fólki í Bandaríkjunum og af meginlandi Evrópu. Ýr gefur gölluðu peysunum nýtt líf. Sigríður Margrét „Það breytti bókstaflega öllu“ Hún er með tæplega 180 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram og hafa peysurnar hennar notið mikilla vinsælda. „Fyrir um sex árum síðan fór þetta svolítið á flug. Þá hafði ég verið að endurvinna gamlar peysur og gera þær fallegri og gerði meðal annars peysu með þrívíðum tungum sem komu út úr ermunum. Ég birti mynd af henni á Instagram og löngu síðar varð hún allt í einu mjög vinsæl á Instagram. Þá hafði einhver síða deilt peysunni og það breytti bókstaflega öllu.“ Í kjölfarið fór Ýr að fá áhugaverðar pantanir frá stórstjörnum. „Miley Cyrus fékk umrædda peysu en stílistinn hennar setti sig í samband við mig. Ég hef reyndar aldrei séð mynd af henni í henni en hún hangir allavega einhvers staðar inni í skáp hjá henni. Erykah Badu bað líka um peysu og út frá því hef ég verið að vinna svolítið með henni, hún á þó nokkrar peysur frá mér.“ Erykah Badu var meðal fyrstu kaupenda á hönnun Ýrar. Instagram @yrurari Hannaði grímur í einangrun Hún segir að samfélagsmiðlarnir geti sannarlega verið svolítið handahófskenndir og það sé erfitt að sjá fyrir hvað fólk fíli. Sumt virkar þó einfaldlega bara. „Þetta er svo fyndið því að myndin af þessari peysu sem varð fyrst svona áberandi á netinu er tekin á gamla iphone-inn minn og er í hræðilegum gæðum en hún er ennþá í dreifingu. Þetta var svona aðal bömpið þar sem hönnunin mín fór að vekja athygli.“ Í Covid fór svo annað verkefni Ýrar á flug. „Ég var í einangrun að reyna að finna mér eitthvað að gera og ákvað að hanna andlitsgrímur sem voru svipaðar covid grímunum. Þetta voru prjónaðar skyssur hjá mér til dæmis með þrívíðum tungum og þetta varð mjög vinsælt. Í kjölfarið fór ég í viðtal hjá tímaritinu Vogue og eftir það urðu vinsældirnar meiri.“ Peysur Ýrúrarí hafa vakið athygli víðsvegar um heiminn. Sigríður Margrét Eftirsóttar peysur til sölu Peysur Ýrar eru einstakar og tekur ferlið langan tíma. Því getur verið erfitt að festa kaup á þeim. Í fyrra var hún með sýningu á peysum á Hönnunarsafni Íslands en hún stefnir á að setja peysurnar á sölu eftir að netverslun hennar er tilbúin. „Fyrir HönnunarMars verkefni mitt og 66°Norður verða sömuleiðis tuttugu peysur til sölu. Þær eru líka kannski á viðráðanlegra verði en aðrar peysur frá mér þar sem þær taka ekki eins mikla vinnu. Þær eru þó allar einstakar en um er að ræða örlítið gallaðar peysur með flísbætum úr flísafgöngum frá 66°Norður.“ Ýr segist finna fegurðina í göllunum og leggur upp úr því að alltaf sé hægt að laga flíkurnar frekar en að henda og kaupa nýtt. „Ég hef undanfarið oft verið að halda smiðjur þar sem lögð er rík áhersla á þetta. Fólk kemur með peysur sem það er ekki lengur spennt fyrir eða sem eru eitthvað smá eyðilagðar og ég sýni þeim einföldustu aðferðirnar til þess að gera þær bæði persónulegar og geggjaðar.“ Hún segir að slíkar smiðjur hafi notið mikilla vinsælda. „Ég hef verið með þær reglulega síðastliðin ár en þetta byrjaði sem lokaverkefni hjá mér í meistaranáminu mínu við Listkennslu í LHÍ. Ég verð til dæmis með nokkrar smiðjur í maí. Það skiptir mjög miklu máli að leita vistvænna leiða og það er bara miklu skemmtilegra. Það eru kannski ekki jafn miklir peningar í því og að vera stöðugt með eitthvað nýtt en þetta er mjög mikilvæg nálgun að hafa að leiðarljósi.“ Ýr leggur ríka áherslu á að endurvinna og lagfæra. Sigríður Margrét Vinsælar ullarpizzur í útrás Í fyrra stóð Ýr sömuleiðis fyrir Pizzustund á HönnunarMars með listakonunum í Stúdíó Fléttu. Viðburðurinn sló í gegn en hann var haldinn í Gallery Port sem þá var á Laugavegi og náði röðin langt niður götuna. „Þetta byrjaði út frá því að við Stúdíó Flétta vildum gera samstarfsverkefni. Við fórum í textílverksmiðjuna á Blöndósi og vorum að skoða hvað væri hægt að gera við ullarafganga. Eftir að hafa gert ýmislegt með þæfingarvélinni ákváðum við að búa til ullarpizzurnar því að allt sem við bjuggum til varð eitthvað svo pizzulegt,“ segir Ýr og hlær. View this post on Instagram A post shared by Y ru rari (@yrurari) Viðburður Ýrúrari og 66°Norður opnar sem áður segir næstkomandi miðvikudag klukkan 18:00 og er staðsett í verslun 66°Norður á Hafnartorgi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. „Þetta verður geggjað partý og fólk getur komið að máta peysurnar. Kaupendur fá svo peysurnar afhentar á sunnudaginn,“ segir Ýr að lokum. HönnunarMars Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Prjón, húmor og klæðileg list „Ýrúrarí hefur gefið ósöluhæfum 66°Norður peysum nýtt líf með því að hylja göt og aðra galla í efni með sérhönnuðum bótum úr afskornum efnisbútum sem fallið hafa til við framleiðsluna á síðustu árum. Í hönnunarferlinu á bótunum sótti Ýrúrarí innblástur í lögun tölustafanna 66 sem prýða merki 66°Norður. Ýrúrarí er þekkt fyrir prjón, húmor, og klæðilega list, með áherslu á sjálfbærni og hringrás texílefna,“ segir í tilkynningu frá HönnunarMars. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) Ýr var búsett í Berlín í tvö ár en flutti heim til Íslands í janúar. Hún starfar hérlendis og hefur í mörg ár tekið þátt í HönnunarMars með ýmsa vinsæla viðburði. Sömuleiðis vinnur hún mikið af verkefnum í Danmörku og fær oft pantanir frá fólki í Bandaríkjunum og af meginlandi Evrópu. Ýr gefur gölluðu peysunum nýtt líf. Sigríður Margrét „Það breytti bókstaflega öllu“ Hún er með tæplega 180 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram og hafa peysurnar hennar notið mikilla vinsælda. „Fyrir um sex árum síðan fór þetta svolítið á flug. Þá hafði ég verið að endurvinna gamlar peysur og gera þær fallegri og gerði meðal annars peysu með þrívíðum tungum sem komu út úr ermunum. Ég birti mynd af henni á Instagram og löngu síðar varð hún allt í einu mjög vinsæl á Instagram. Þá hafði einhver síða deilt peysunni og það breytti bókstaflega öllu.“ Í kjölfarið fór Ýr að fá áhugaverðar pantanir frá stórstjörnum. „Miley Cyrus fékk umrædda peysu en stílistinn hennar setti sig í samband við mig. Ég hef reyndar aldrei séð mynd af henni í henni en hún hangir allavega einhvers staðar inni í skáp hjá henni. Erykah Badu bað líka um peysu og út frá því hef ég verið að vinna svolítið með henni, hún á þó nokkrar peysur frá mér.“ Erykah Badu var meðal fyrstu kaupenda á hönnun Ýrar. Instagram @yrurari Hannaði grímur í einangrun Hún segir að samfélagsmiðlarnir geti sannarlega verið svolítið handahófskenndir og það sé erfitt að sjá fyrir hvað fólk fíli. Sumt virkar þó einfaldlega bara. „Þetta er svo fyndið því að myndin af þessari peysu sem varð fyrst svona áberandi á netinu er tekin á gamla iphone-inn minn og er í hræðilegum gæðum en hún er ennþá í dreifingu. Þetta var svona aðal bömpið þar sem hönnunin mín fór að vekja athygli.“ Í Covid fór svo annað verkefni Ýrar á flug. „Ég var í einangrun að reyna að finna mér eitthvað að gera og ákvað að hanna andlitsgrímur sem voru svipaðar covid grímunum. Þetta voru prjónaðar skyssur hjá mér til dæmis með þrívíðum tungum og þetta varð mjög vinsælt. Í kjölfarið fór ég í viðtal hjá tímaritinu Vogue og eftir það urðu vinsældirnar meiri.“ Peysur Ýrúrarí hafa vakið athygli víðsvegar um heiminn. Sigríður Margrét Eftirsóttar peysur til sölu Peysur Ýrar eru einstakar og tekur ferlið langan tíma. Því getur verið erfitt að festa kaup á þeim. Í fyrra var hún með sýningu á peysum á Hönnunarsafni Íslands en hún stefnir á að setja peysurnar á sölu eftir að netverslun hennar er tilbúin. „Fyrir HönnunarMars verkefni mitt og 66°Norður verða sömuleiðis tuttugu peysur til sölu. Þær eru líka kannski á viðráðanlegra verði en aðrar peysur frá mér þar sem þær taka ekki eins mikla vinnu. Þær eru þó allar einstakar en um er að ræða örlítið gallaðar peysur með flísbætum úr flísafgöngum frá 66°Norður.“ Ýr segist finna fegurðina í göllunum og leggur upp úr því að alltaf sé hægt að laga flíkurnar frekar en að henda og kaupa nýtt. „Ég hef undanfarið oft verið að halda smiðjur þar sem lögð er rík áhersla á þetta. Fólk kemur með peysur sem það er ekki lengur spennt fyrir eða sem eru eitthvað smá eyðilagðar og ég sýni þeim einföldustu aðferðirnar til þess að gera þær bæði persónulegar og geggjaðar.“ Hún segir að slíkar smiðjur hafi notið mikilla vinsælda. „Ég hef verið með þær reglulega síðastliðin ár en þetta byrjaði sem lokaverkefni hjá mér í meistaranáminu mínu við Listkennslu í LHÍ. Ég verð til dæmis með nokkrar smiðjur í maí. Það skiptir mjög miklu máli að leita vistvænna leiða og það er bara miklu skemmtilegra. Það eru kannski ekki jafn miklir peningar í því og að vera stöðugt með eitthvað nýtt en þetta er mjög mikilvæg nálgun að hafa að leiðarljósi.“ Ýr leggur ríka áherslu á að endurvinna og lagfæra. Sigríður Margrét Vinsælar ullarpizzur í útrás Í fyrra stóð Ýr sömuleiðis fyrir Pizzustund á HönnunarMars með listakonunum í Stúdíó Fléttu. Viðburðurinn sló í gegn en hann var haldinn í Gallery Port sem þá var á Laugavegi og náði röðin langt niður götuna. „Þetta byrjaði út frá því að við Stúdíó Flétta vildum gera samstarfsverkefni. Við fórum í textílverksmiðjuna á Blöndósi og vorum að skoða hvað væri hægt að gera við ullarafganga. Eftir að hafa gert ýmislegt með þæfingarvélinni ákváðum við að búa til ullarpizzurnar því að allt sem við bjuggum til varð eitthvað svo pizzulegt,“ segir Ýr og hlær. View this post on Instagram A post shared by Y ru rari (@yrurari) Viðburður Ýrúrari og 66°Norður opnar sem áður segir næstkomandi miðvikudag klukkan 18:00 og er staðsett í verslun 66°Norður á Hafnartorgi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. „Þetta verður geggjað partý og fólk getur komið að máta peysurnar. Kaupendur fá svo peysurnar afhentar á sunnudaginn,“ segir Ýr að lokum.
HönnunarMars Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31
Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30