Hver er Kári Hansen? Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 16:47 Ekki verður af því að landsmenn njóti krafta Kára Hansen á Bessastöðum, ekki að þessu sinni, hvað sem verður í framtíðinni. Kári er aðeins 38 ára og hefur tímann fyrir sér. vísir/vilhelm/instagram Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið. Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði. Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Kári hafði ekki erindi sem erfiði, hann þótti ekki tækur frambjóðandi að mati landskjörstjórnar enda voru þær undirskriftir sem hann skilaði inn aðeins níu talsins. Sem er talsvert langt frá þeim 1.500 sem krafist var. En nokkuð hefur verið gagnrýnt að ekki þurfi fleiri. Kári segist ekki ætla að tjá sig um ákvörðun landskjörstjórnar. Þú hefur greinilega ekki lagt mikið í að safna þessum undirskriftum? „Nei, ég sá fljótt að ég þurfti mikla aðstoð og meiri undirbúning til að ná öllum undirskriftunum.“ Vildi standa sig í embætti Kári er með byssudellu. Hann er staddur erlendis og kaus að svara spurningum skriflega. „Ég fór í AR15 og Glock17 þjálfun í Litháen. Keyrði svo frá Vilnius til Klaipeda og aftur til baka. Byssuáhuginn vaknaði fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef verið af DJa í um 9 ár og hóf ferilinn í Japan.“ Eins og af þessu má sjá er Kári heimsborgari af Guðs náð. En af hverju vildi hann bjóða sig fram sem forseta? „Það er ekki á hverju ári sem þetta tækifæri gefst og getur reynst gagnlegt að hafa á ferilskránni.“ Spurður hvað hann hefði lagt áherslu á ef hann hefði náð kjöri er fljótsvarað: „Að standa mig í embætti.“ Og spurður um hvort hann myndi til að mynda nýta málskotsréttinn er svarið klárt: „Nei.“ Sérfróður um Shinto Kári er útskrifaður með BA-gráðu og skrifaði hann um breytingar í trúarbrögðum í Japan á vorum tímum og uppgang Shinto; náttúrutrúarbrögðin sem miðast við lotningu á náttúrunni, öndum og forfeðrum. Kári útskrifaðist 2012, ritgerðin heitir Participation and Motivations in Shinto rites and rituals in Modern Japan“ og segist Kári að mestu verið erlendis eftir að hafa lokið námi. „Síðastliðin ár hef ég stundað sjálfboðavinnu,“ segir Kári spurður um hvað hann hafi verið að fást við meðfram því að DJ-a og stunda skotfimi. „Sem er tiltölulega nýtt áhugamál og mér finnst gaman að stunda það.“ Kári er 38 ára gamall, einstæður og barnlaus og hann segir að tíminn verði að leiða í ljós hvað taki við nú. Spurður segist hann ekki styðja neinn þeirra sem eru í forsetaframboði.
Forsetakosningar 2024 Íslendingar erlendis Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira