

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.
Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir.
Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga.
Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað.
Myndband hefur verið birt af því þegar íslenskur karlmaður réðst á leigubílstjóra í Osaka í Japan síðastliðinn þriðjudag. Íslenski maðurinn, sem er sagður 24 ára gamall og heita Oliver, var handtekinn vegna árásarinnar á laugardag.
Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í Osaka í Japan grunaður um að hafa ráðist á leigubílstjóra á sextugsaldri eftir að hann neitaði að greiða fargjald. Utanríkisráðuneytið hefur vitneskju um málið.
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Ernuland hefur orðið fyrir hótunum af hálfu hakkara sem segist ætla að loka miðlinum ef hún borgar honum ekki tiltekna upphæð, eða um 80 þúsund krónur.
Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn hefur verið valin inn á Doc NYC - stærstu heimildarmyndahátíð Bandaríkjanna, sem fer fram í New York í nóvember.
Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason og Embla Gabríela Wigum, förðunarfræðingur og samfélagsmiðlastjarna eru farin hvort í sína áttina. Parið byrjaði saman vorið 2022.
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur undir listamannanafninu Auður, er kominn á fast.
„Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation.
Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu.
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, nutu lífsins í smábænum Cerretto Guidi á Ítalíu liðna helgi með börnum sínum tveimur.
„Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu.
Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu.
Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný.
„Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu.
Íslenskur karlmaður er sagður hafa lumbrað á lögreglumönnum á lögreglustöð í Varsjá í Póllandi á dögunum. Hann var vistaður í fangaklefa fyrir skemmdarverk í borginni.
Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm.
Fararstjóri íslenska hópsins sem hafa verið strandaglópar í Ísrael síðustu daga, segist aldrei hafa fundið fyrir öðrum eins létti og nú þegar hópurinn er kominn út úr Ísrael. Áætlað er að hópurinn lendi á Íslandi um klukkan þrjú í nótt. Hópnum hefur verið boðin áfallahjálp.
Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.
Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld.
Líf Drífu Bjarkar Linnett Kristjánsdóttur breyttist varanlega í febrúar í fyrra þegar hún missti eiginmann sinn í eldsvoða sem varð í bílskúr heimilis þeirra á Tenerife. Litlu munaði að fleiri í fjölsyldunni yrðu eldinum að bráð.
Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.
Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu.
Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás.
Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið.
Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur og ástkona hennar, Katherine Lopez, gengu í hjónaband á Havaí þann 4. ágúst síðastliðinn.
Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins.
Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust.