Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2024 14:41 Á myndinni er Labrador retriever. Myndin er úr safni. Getty Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna innflutningi á hundi til landsins. Eigandi hundsins flutti hann til landsins, en vildi meina að ekki væri um eiginlegan innflutning að ræða þar sem hann væri að koma aftur heim til Íslands. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar. Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að þann 22. apríl síðastliðinn hafi eigandinn komið til landsins ásamt hundinum. Eigandanum hafi verið tilkynnt að hundurinn uppfyllti ekki innflutningsskilyrði, og var gefinn frestur þangað til hádegis daginn eftir að leggja fram tilskilin vottorð. Matvælastofnun hafi tilkynnt að ef gögnin yrðu ekki lögð fram yrði hundurinn sendur úr landi, í síðasta lagi daginn þar á eftir, 24. apríl. Þurfti að velja á milli aflífunar eða að láta hundinn fara út Eigandinn mótmælti ákvörðuninni og krafðist leiðbeininga frá stofnuninni við að leysa málið. Þá sagði hann að ekki væri um ólöglegan innflutning hunds væri að ræða þar sem hundurinn væri með upprunavottorð frá Matvælastofnun. Hundurinn hefði verið löglegur þegar farið var með hann úr landi. Samskipti eigandans og Matvælastofnunar dagana á eftir eru reifuð í úrskurðinum, en þar kemur meðal annars fram að þann 24. apríl hafi stofnunin sagt að hundurinn yrði aflífaður seinna þann dag, en síðan frestað þeirri ákvörðun svo ekki þyrfti að koma til aflífunar. Daginn eftir hafi stofnunin upplýst eigandann um að dýravelferðarsamtök gætu tekið á móti honum afsalaði hann sér eignarhaldinu. Eigandanum stóð líka til boða að flytja hundinn sjálfur út til landsins þaðan sem hann kom, en hann hafði sagt að þar væri enginn til að taka við honum. Þriðji kosturinn væri að aflífa hundinn. Þann 26. apríl samþykkti eigandinn að færa eignarhaldið til dýravelferðarsamtakanna. Í kjölfarið var hundurinn fluttur úr landi. Sagði MAST þvinga sig Eigandinn kærði ákvörðun Matvælastofnunar til ráðuneytisins. Hann vildi meina að stofnunin hefði misbeitt valdi sínu og þvingað hann til að afsala sér eignarhaldi hundsins. Hundurinn væri nægilega góður og heilbrigður til að vera á Íslandi, og krafðist þess að fá hundinn aftur til baka af mannúðarástæðum. Matvælastofnun sagði hins vegar að ákvörðunin um að hafna innflutningunum hefði verið lögum samkvæm, og í eftirmálum hennar hefði verið gætt að öllum form- og efnisreglum stjórnsýslulaga. Þá benti stofnunin á að manninum hafi verið gefinn kostur á því að fara út með hundinn og koma aftur með hann til landsins með réttum hætti. Að mati ráðuneytisins lá fyrir að eigandinn hafi ekki lagt fram tilskilin gögn við innflutninginn og gat ekki tekið undir að honum ætti að veita undanþágu á kröfum við innflutning dýra til landsins. Þá gat ráðuneytið ekki tekið undir sjónarmið mannsins að hann hefði verið þvingaður til að afsala sér eignarhaldinu. Líkt og áður segir staðfestir ráðuneytið ákvörðun Matvælastofnunar.
Dýr Stjórnsýsla Íslendingar erlendis Hundar Gæludýr Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira