
Íþróttir

Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði.

Vettel fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímatökuna
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð 0.364 úr sekúndu á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari náði þriðja besta tíma og var 0.498 á eftir. Æfingin var sú síðasta fyrir tímatökuna sem fer fram í hádeginu.

Vettel rétt á undan Hamilton á seinni æfingunni
Sebastian Vettel á Red Bull var með besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð aðeins 0.036 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren. Michael Schumacher var þriðji fljótastur á Mercedes, 0.337 úr sekúndu á eftir.

Red Bull og Renault framlengja samstarf um 5 ár
Formúlu 1 lið Red Bull og Renault, sem hefur séð liðinu fyrir vélum hafa framlengt samstarfssamning sín á milli um 5 ár. Samskonar vélar verða notaðar næstu tvö ár í Formúlu 1 og eru nú notaðar, en árið 2014 verða 1.6 lítra V-6 vélar notaðar.

Vettel: Verðum að halda einbeitingu
Sebastian Vettel hjá Red Bull er með 92 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 og er mættur til Monza á Ítalíu þar sem þrettánda umferð meistaramótsins fer fram um helgina. Liðsfélagi Vettel, Mark Webber er í öðru sæti í stigamótinu, en Fernando Alonso á Ferrari þriðji, en hann er 102 stigum á eftir Vettel.

Webber segir undraverða stemmningu á Monza
Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt.

Button telur tilkomumikill tilþrif möguleg á Monza brautinni um helgina
Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji

Ferrari stefnir á sigur á heimavelli
Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra.

Hamilton býst við spennu á Ítalíu
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi.

Vettel gleymdir aldrei fyrsta sigrinum
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel keppir á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1. Vettel vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 2008 með Torro Rosso, en hann ekur núna með meistaraliði Red Bull og er með gott forskot í stigamóti ökumanna í ár.

Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov

Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu
Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar.

FIA sátt við nýja Formúlu 1 braut í Indlandi
Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu.

Nýtt mót í Texas meðal 20 Formúlu 1 móta 2012
FIA staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og meðal þeirra nýtt mót í Texas í Bandaríkjunum á nýrri braut. Þá verður mót í Barein fjórða mót ársins, en í ár var það fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Maldonado og Hamilton búnir að sættast eftir samstuðið á Spa
Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin.

Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren
Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu

Gunnar fyrsti Íslendingurinn til að fara á HM í hnefaleikum
Gunnar Kolbeinn Kristinsson hnefaleikamaður hjá Hnefaleikafélaginu Æsir er á leiðinni á heimsmeistaramótið í Hnefaleikum sem fer fram í Aserbaídsjan 22. september til 10. október næstkomandi.

Fabiana Murer varð heimsmeistari í stangarstökki - Isinbayeva í 6. sæti
Fabiana Murer, frá Brasilíu, varð heimsmeistari í stangarstökki á HM í Suður-Afríku í dag þegar hún stökk yfir 4,85 metra, en það er jöfnun á hennar besta árangri í greininni.

18 ára heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla
Hinn 18 ára Kirani James frá Grenada varð í dag heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla þegar hann sigraði í úrslitahlaupinu í Daegu í Suður-Afríku.

Chernova heimsmeistari í sjöþraut
Rússneska frjálsíþróttakonan, Tatyana Chernova, varð í dag heimsmeistari í sjöþraut eftir æsispennandi lokadag.

Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum.


Webber ánægður með tvöfaldan sigur Red Bull
Mark Webber hjá Red Bull varð í öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel. Hann fagnaði 35 ára afmæli í gær og hefur framlengt samning sinn við Red Bull út árið 2012, en það var tilkynnt formlega fyrir mótshelgina.

Stjörnuakstur Schumacher í tímamótakeppni
Michael Schumacher sýndi það og sannaði í dag í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum að það er enn mikið í hann spunnið sem ökumann í Formúlu 1. Schumacher vann sig upp úr 24 og neðsta sæti á ráslínu í það fimmta. Hann tapaði afturhjóli undan bílnum í gær í tímatökum og ræsti því síðastur af stað í keppnina í dag

Vettel sæll og glaður með sjöunda sigurinn
Sebastian Vettel á Red Bull er kominn með 92 stiga forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Spa brautinni í dag. Sjö mótum er enn ólokið, en í mótinu í dag voru skipist forystan 8 sinnum á milli ýmissa ökumanna, en að lokum var það Vettel sem vann sinn sjöunda sigur á árinu.

Senna sló í gegn á Spa brautinni
Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september.

Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar
Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug, einn af yfirmönnumunum hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist.

Hamilton áminntur og Maldonado refsað vegna áreksturs
Formúlu 1 ökumennirnir Lewis Hamilton hjá McLaren og Pastor Maldonado lentu í samtuði í tímatöku fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Þeir rákust saman eftir að hafa lokið annarri umferð tímatökunnar í dag og dómarar mótsins töldu báða brotlega.

Vettel fljótastur í tímatökunni, en hjól flaug undan bíl Schumacher
Það var misjöfn gæfa tveggja þýskra ökumanna í tímatökunni á Spa brautinni í Belgíu í dag. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, en Michael Schumacher verður aftastur á ráslínu eftir að afturhjól flaug undan bílnum í fyrstu umferð tímatökunnar.

Webber rétt á undan Hamilton á lokaæfingunni fyrir tímatökuna á Spa
Mark Webber á Red Bull var fljótastur rennandi blautri Spa brautinni í Belgíu í dag þar sem rigndi mikið á meðan lokaæfingu fyrir tímatökuna var í gangi. Webber varð aðeins 0.058 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren á æfingunni, en Jamie Alguersuari á Torro Rosso varð þriðji fljótastur.