FIA sátt við nýja Formúlu 1 braut í Indlandi 1. september 2011 13:33 Svona mun aðstaða keppnisliða og áhorfenda á Formúlu 1 brautinni í Indlandi líta út í endanlegri mynd. Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu. Í frétt á autosport.com í dag segir Vicky Chandhok, yfirmaður akstursíþróttafélags Indlands að Whiting hafi verið hæstánægður með framgang mála og að brautin væri lengra kominn en hann hefði átt von á. FIA mun skoða brautina vikuna fyrir áætlaðan kappakstur og gefa endanlegt leyfi fyrir mótinu, þegar allt er klárt. Tveir indverskir Formúlu 1 ökumenn hafa komið við sögu í mótum ársins. Narain Karthikeyan ók með Hispania liðinu spænska, en var látinn víkja fyrir Daniel Ricciardo, en Red Bull keypti sæti undir hann hjá liðinu í stað Karthikeyan. Óljóst er hvort hann fær hugsanlega tækifæri til að keyra í mótinu í Indlandi. Sama má segja um Karun Chandhok, sem er varaökumaður Lotus. Hann hefur þegar fengið tækifæri í einu móti á þessu ári í stað Jarno Trulli. Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu. Í frétt á autosport.com í dag segir Vicky Chandhok, yfirmaður akstursíþróttafélags Indlands að Whiting hafi verið hæstánægður með framgang mála og að brautin væri lengra kominn en hann hefði átt von á. FIA mun skoða brautina vikuna fyrir áætlaðan kappakstur og gefa endanlegt leyfi fyrir mótinu, þegar allt er klárt. Tveir indverskir Formúlu 1 ökumenn hafa komið við sögu í mótum ársins. Narain Karthikeyan ók með Hispania liðinu spænska, en var látinn víkja fyrir Daniel Ricciardo, en Red Bull keypti sæti undir hann hjá liðinu í stað Karthikeyan. Óljóst er hvort hann fær hugsanlega tækifæri til að keyra í mótinu í Indlandi. Sama má segja um Karun Chandhok, sem er varaökumaður Lotus. Hann hefur þegar fengið tækifæri í einu móti á þessu ári í stað Jarno Trulli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira