Button telur tilkomumikill tilþrif möguleg á Monza brautinni um helgina 7. september 2011 14:40 Jenson Button ræðir við tæknimann McLaren á Spa brautinni á dögunum. AP mynd: Yves Logghe Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji. Á Monza brautinni verður leyft á tveimur stöðum að opna stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auðvelda framúrakstur. Það er í annað skiptið á árinu sem slíkt er leyft, en í öðrum mótum hefur aðeins eitt svæði boðið upp þetta atriði. Þegar ökumaður opnar stillanlegan afturvænginn á fyrirfram ákveðnum svæðum þá eykst hámarkshraðinn, en slíkt mega ökumenn gera séu þeir einni sekúndu, eða innan við það á eftir keppinaut í brautinni á þessu svæði. Á æfingum og í tímatökum er notkun stillanlegs afturvængs frjáls. Button telur að það verði það sama upp á teningnum og í fyrri mótum á Monza að finna þurfi hinn gullna meðalveg í uppstillingu bílanna og yfirbyggingar hvað niðurtog varðar. Í fyrra segir Button að Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hafi farið þá leið að hafa lítið niðurtog, en Button kaus sjálfur meira grip á kostnað hámarkshraðans. „Þetta þýddi að þó ég næði góðum aksturstíma, þá gat ég ekki barist um toppsætið, af því komst ekki nógu nærri keppinautnum á beinu köflunum til að reyna framúrakstur", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í fyrra og sagði m.a. um mótið í ár: „Í annað skiptið á þessu ári þá verða tvö svæði sem nota má stillanlegan afturvænginn, og því tvö svæði sem gefa möguleika á framúrakstri. Fyrra svæðið verður áhugavert, því það hefur alltaf verið erfitt að slást um sæti á bremsusvæðinu við Ascari beygjuna. Brautin er mjó og aðkoman að beygjunni hröð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stillanlegi afturvængurinn virkar þarna. Það gætu orðið tilkomumikil tilþrif!" „Ég held að hefðbundnari tilraunir til framúraksturs verði í hinu svæðinu sem nota má stillanlegan afturvænginn. Það er eftir Parabolica beygjuna, en það verður þó ekki auðvelt að reyna. Það þarf að halda góðri ferð gegnum beygjuna og inn á rás-og endmarkskaflann og reyna framúraksturs í fyrstu beygju brautarinnar. Það verður mikill kostur að geta notað afturvænginn og gæti skapað áhugaverða þróun mála í kappakstrinum", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji. Á Monza brautinni verður leyft á tveimur stöðum að opna stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auðvelda framúrakstur. Það er í annað skiptið á árinu sem slíkt er leyft, en í öðrum mótum hefur aðeins eitt svæði boðið upp þetta atriði. Þegar ökumaður opnar stillanlegan afturvænginn á fyrirfram ákveðnum svæðum þá eykst hámarkshraðinn, en slíkt mega ökumenn gera séu þeir einni sekúndu, eða innan við það á eftir keppinaut í brautinni á þessu svæði. Á æfingum og í tímatökum er notkun stillanlegs afturvængs frjáls. Button telur að það verði það sama upp á teningnum og í fyrri mótum á Monza að finna þurfi hinn gullna meðalveg í uppstillingu bílanna og yfirbyggingar hvað niðurtog varðar. Í fyrra segir Button að Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hafi farið þá leið að hafa lítið niðurtog, en Button kaus sjálfur meira grip á kostnað hámarkshraðans. „Þetta þýddi að þó ég næði góðum aksturstíma, þá gat ég ekki barist um toppsætið, af því komst ekki nógu nærri keppinautnum á beinu köflunum til að reyna framúrakstur", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í fyrra og sagði m.a. um mótið í ár: „Í annað skiptið á þessu ári þá verða tvö svæði sem nota má stillanlegan afturvænginn, og því tvö svæði sem gefa möguleika á framúrakstri. Fyrra svæðið verður áhugavert, því það hefur alltaf verið erfitt að slást um sæti á bremsusvæðinu við Ascari beygjuna. Brautin er mjó og aðkoman að beygjunni hröð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stillanlegi afturvængurinn virkar þarna. Það gætu orðið tilkomumikil tilþrif!" „Ég held að hefðbundnari tilraunir til framúraksturs verði í hinu svæðinu sem nota má stillanlegan afturvænginn. Það er eftir Parabolica beygjuna, en það verður þó ekki auðvelt að reyna. Það þarf að halda góðri ferð gegnum beygjuna og inn á rás-og endmarkskaflann og reyna framúraksturs í fyrstu beygju brautarinnar. Það verður mikill kostur að geta notað afturvænginn og gæti skapað áhugaverða þróun mála í kappakstrinum", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira