Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram 2. september 2011 16:34 Nick Heidfeld mætti á mótssvæðið á Spa brautinni um síðustu helgi, þó hann hefði þurft að víkja sæti hjá Renault. AP Mynd: Frank Augstein Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni. Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira