Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar 27. ágúst 2011 21:28 Mercedes bíll Michael Schumacher skemmdist nokkuð eftir að afturhjól flaug undan bílnum í tímatökunni í dag. AP mynd: Dimitar Dilkoff Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn. Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira