
Kynferðisofbeldi

Grunaður um gróf brot gegn kærustu á malarplani í grennd við Egilsstaði
Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni.

Sjálfgert barnaníðsefni kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi
Sjálfgert barnaníðsefni, þar sem íslensk börn senda óprúttnum aðilum kynferðislegt myndefni af sér, kemur sífellt oftar á borð lögreglu hér á landi. Í kjölfarið er börnum oft hótað birtingu sendi þau ekki grófara efni. Dæmi eru um sjálfsvíg barna í Evrópu af þessum sökum.

Allir jafnir á Neyðarmóttökunni
"Það er leitt að fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi getur hræðst það að hringja á lögregluna,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttökunni, um einn viðkvæmasta hóp þolenda kynferðisofbeldis.

Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra

Afi í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn barnabarni sínu
Landsréttur hefur staðfest þriggja og hálfs árs fangelsi yfir karlmanni fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn barnabarni sínu. Brotin voru framin er drengurinn var níu til tólf ára á árunum 2010 til 2013.

80 prósent verða fyrir ofbeldi
Um 80 prósent kvenna á Alþingi verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri könnun. Hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi.

Í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot
Karlmaður á fertugsaldri var á laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 18. október.

Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra
Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota.

Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum.

Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu.

Lausnir fyrir gerendur
Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs.

Ákærður fyrir að brjóta endurtekið á kærustu sinni þegar hún var sofandi
Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur karlmanni fyrir brot í nánu sambandi og kynferðisbrot með því að hafa á árinu 2017, endurtekið og á alvarlegan hátt, ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar.

Grunur um að Íslendingar kaupi barnaníð sem streymt er beint á netinu
Fimm danskir karlmenn voru dæmdir fyrir að panta og kaupa kynferðisbrot gegn barni í gegnum netið á síðasta ári. Lögregla hér á landi hefur fengið ábendingar um að Íslendingar tengist slíkri brotastarfsemi og er málið í rannsókn.

Nígerskur lektor leystur frá störfum eftir að hafa boðið nemendum góðar einkunnir í stað kynlífs
Háskólinn í Lagos hefur leyst lektor frá störfum eftir að myndband náðist af honum kynferðislega áreita fréttamann breska ríkisútvarpsins sem þóttist vera nemandi.

Sakaður um að hafa útvegað stúlku lyf á Vogi gegn munnmökum
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í tvígang tælt sextán ára stúlku sem var sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi að Stórhöfða.

Sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn syni um pabbahelgar
Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn eigin syni.

Dóttir mín var bara málsnúmer
Móðir ungrar konu sem kærði alvarlegt kynferðisofbeldi til lögreglu vill viðhorfsbreytingu og breytt verklag. Hún skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra um reynslu sína af því að standa við hlið dóttur sinnar.

Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar
Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni.

Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum.

Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur
Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi.

Að skilja glæpinn
Okkur er sagt að dómarar séu hlutlausir. Okkur er sagt að þessi svokallaði skynsamlegi vafi, sem sekt fólks þarf að vera hafið yfir svo hægt sé að dæma það í réttarsal, sé hlutlaust mat á sönnunargögnum.

Sýknaður af nauðgunarákæru eftir átján mánaða dóm í héraði
Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag.

Sakaður um ítrekuð brot gegn ungri stúlku
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir þrenns konar kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var á aldrinum níu til sextán ára gömul.

Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum
Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila.

Hver frásögn er fyrirmynd
Samstaða á samfélagsmiðlum getur skapað góðar aðstæður til að segja frá kynferðisofbeldi. Jákvæð viðbrögð skipta máli því neikvæð viðbrögð geta haft slæm áhrif á líðan þess sem segir frá og aukið líkur á þunglyndi.

Töldu ekki tilefni til gæsluvarðhalds yfir manninum í Austurbæjarskóla
Ekki þótti tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa farið inn í Austurbæjarskóla á miðjum skóladegi í upphafi þessa mánaðar, platað stúlku í fimmta bekk upp á aðra hæð skólans, þar sem hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferðislega tilburði.

Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli
Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Ræða við alla skólastjóra borgarinnar um hvort herða þurfi aðgengi að skólum
Skóla- og frístundasvið ætlar að ræða við alla skólastjóra í grunnskólum borgarinnar og skoða hvort að herða þurfi aðgangsstýringu í skólunum. Karlmaður náði að lauma sér inn í Austurbæjarskóla í byrjun mánaðar þar sem hann braut kynferðislega á níu ára stúlku.

Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul.

Neitar að hafa brotið tvisvar á fjórtán ára stúlku
Karlmaður sem sakaður er um að hafa brotið tvívegis kynferðislega gegn fjórtán ára stúlku fyrri hluta árs 2017 neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu fer fram í október við Héraðsdóm Reykjavíkur.