Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 22:38 Lögregla braut gegn lögum þegar hún miðlaði upplýsingum um Aldísi til föður hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi. Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í samkomulagi milli Aldísar og ríkisins segir að það feli í sér fullnaðargreiðslu vegna allra krafna sem Aldís kann að hafa öðlast gagnvart íslenska ríkinu í tengslum við málið. Þá skuldbindi hún sig til að hafa ekki frekari kröfur uppi gagnvart ríkinu vegna málsins. Samkomulagið er dagsett í dag. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 27. ágúst síðastliðnum að vinnsla Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum um Aldísi í tengslum við útgáfu og miðlun skjals sem geymdi upplýsingar um afskipti lögreglu af Aldísi samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Umrætt skjal var gefið út af Herði Jóhannesssyni, þáverandi aðstoðarlögreglustjóra, og bar yfirskriftina „Til þess er það kann að varða“. Þar kom fram að lögregla hefði haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar og að foreldrar hennar hefðu aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi vegna hennar. Í niðurstöðu Persónuverndar kom meðal annars fram að lögregla hefði ekki getað upplýst um forsendur þess að skjalið var unnið. Það hefði ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins. Þá þyrfti að leggja til grundvallar að einstaklingar mættu almennt treysta því að upplýsingum sem skráðar væru hjá lögreglu væri ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði miðlað umræddum upplýsingum án heimildar hefði embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum né lögmætum hætti gagnvart Aldísi.
Dómsmál MeToo Kynferðisofbeldi Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lögreglan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira