Sama hvaðan gott kemur? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. apríl 2021 10:02 Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaníðsefni er vaxandi vandamál og við höfum dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum hvað varðar löggjöf til að taka á þessum brotum. Með stafrænum samskiptum hefur því miður orðið mun auðveldara en áður að verða sér úti um barnaníðsefni sem og að dreifa því. Þróunin er alþjóðleg og Ísland er því miður ekki undanskilið. Þess vegna lagði ég fram frumvarp í nóvember í fyrra um breytingar á ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni. Markmiðið var að uppfæra okkar löggjöf þannig að hún geti náð til umfangsmeiri og alvarlegri mála og verndað börn betur fyrir þessum brotum. Breytingarnar voru nokkrar, að refsirammi fyrir stórfelld brot verði hækkaður úr 2 árum í 6 ár, að ná betur utan um mismunandi verknaðaraðferðir sem menn nota til að dreifa og deila þessu efni. Þá var lagt til svokallað ítrekunarákvæði, sem gerir að verkum að hægt er að þyngja refsingu þegar menn hafa áður verið sakfelldir fyrir þessi brot. Frumvarpið fjallaði líka um atriði sem á að líta til við mat á alvarleika brota. Allt voru þetta breytingar sem hefðu leitt af sér sterkari löggjöf gegn dreifingu barnaníðsefnis á netinu. Frumvarpið vakti nokkra athygli. Það fékk líka jákvæðar undirtektir á þingi, en þingmenn allra flokka eru með á málinu. Málið fékk sömuleiðis jákvæðar umsagnir bæði af hálfu sérfræðinga á sviðinu sem og af hálfu félagasamtaka. Málið var þess vegna tilbúið til umræðu og vinnu af hálfu þingsins. Allt lofaði þetta góðu um framhaldið. En samt hefur gengið illa að þoka málinu áfram innan þings. Ég hef spurst fyrir um málið, hvort ekki sé hægt að koma því á dagskrá, fara í að ræða málið og vinna það innan þingsins, en fengið fá svör. Það sat dálítið í mér í ljósi hagsmunanna sem þarna liggja að baki. Í vetur var fjallað um þessi brot í Kompási á Stöð 2 og sú umfjöllun sýndi okkur því miður rækilega fram á þörfina á að íslensk löggjöf sé á pari við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Og þess vegna var heldur engin ástæða til að bíða með að vinna málið. Samt leið og beið á þinginu. Með þeirri breytingu sem frumvarpið lagði til fengi Ísland refsiramma sem er á svipuðum slóðum og á Norðurlöndum. Það er eðlilegt að það sé ákveðið samræmi milli landa þegar lögregla vinnur saman þvert á landamæri að rannsóknum mála. Með skýrara ákvæði verður afstaða löggjafans skýrari um það að menn sem skoða og dreifa barnaníðsefni eiga mikinn þátt í því að barnaníðsefni er framleitt og um leið í því að brotið er gegn börnum. Lögregla hefur núna nokkur stór mál til meðferðar eins og rakið var í umfjöllun Kompáss. Í dómsmálum hérlendis hafa sakborningar í stærri málum verið með tugi þúsunda mynda af barnaníðsefni í vörslum sínum. Þegar ég lagði frumvarpið fram síðasta vetur nefndi ég að ég væri þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég fann við málið á þinginu. Og ég talaði um það væri vonandi vísbending um að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. Síðan leið og beið, þrátt fyrir að hér væri um mál að ræða sem enginn pólitískur ágreiningur ætti að vera um og virtist ekki vera. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Svo gerist það núna að dómsmálaráðherra er að leggja fram frumvarp sem er nánast hið sama og frumvarpið sem hefur legið fyrir á þingi mánuðum saman, það leggur til sama refsihámark, sömu ítrekunarheimild, nefnir sömu verknaðaraðferðir og fjallar um sjónarmið sem líta á til við mat á alvarleika brota. Og þá var skýringin kannski komin á því að mál sem naut stuðnings af hálfu fagaðila, samtaka og innan þingsins sjálfs komst samt ekki áfram og fékk ekki umræðu. Getur virkilega verið að lagabreyting sem varðar vernd barna gegn barnaníðsefni hafi legið óhreyft í þinginu mánuðum saman vegna þess að dómsmálaráðherra var ekki sjálf að skrifuð fyrir málinu? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar