Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira