Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 18:21 Dómur yfir manninum var mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist niður í þriggja og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira