Vesturbyggð

Einn smitaður á Patreksfirði
Einn hefur greinst með kórónuveirusmit á Patreksfirði og eru níu í sóttkví vegna þessa.

Hafa glímt við ítrekaðar listeríusýkingar
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur glímt við ítrekaðar listeríusýkingar í vinnslustöð fyrirtækisins á Bíldudal.

Um 60 kindur drápust eftir bílveltu
Fjárflutningabíll valt í gær á Dynjandisheiði með þeim afleiðingum að um 60 fjár ýmist drápust eða voru aflífaðar á staðnum eftir slysið.

Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði
„Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar.

Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði
Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð.

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði
Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri
Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Vestfjarðavegur um Vatnsfjörð verði með lægri umferðarhraða
Menn spyrja sig núna hvort ný Teigsskógardeila gæti verið í uppsiglingu þegar kemur að lagningu nýs vegar um Vatnsfjörð framhjá Flókalundi og upp með ánni Pennu vegna vegagerðar um Dynjandisheiði.

Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði
Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði.

Náði myndbandi af harkalegum bardaga tveggja karra
Hlynur Vigfús Björnsson, íbúi á Bíldudal varð vitni að ansi ójöfnum leik í gærmorgun þegar karri, karlkyns rjúpa, gekk hreinlega frá öðrum karra í garðinum hjá Hlyni.

Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg.

Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Vargurinn í vandræðum vegna svartfuglsveiða við Látrabjarg
Snorri Rafnsson Vargur segir öfundarmenn reyna að koma á sig höggi - hann sé með allt sitt á hreinu.

Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar.

Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Þrjú göt fundust á nótarpoka sjókvíar í Arnarfirði
Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi um málið síðastliðinn fimmtudag.

Snjóflóð féll í Dýrafirði og búið að rýma hús á Ísafirði
Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi á Flateyri, Patreksfirði og Ísafirði vegna snjóflóða.

Týr kominn til Önundarfjarðar og hættustig vegna snjóflóða enn í gildi
Varðskipið Týr er komið til Önundarfjarðar en hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða á Flateyri og Patreksfirði.

Týr á leið til Vestfjarða vegna snjóflóðahættu í aftakaveðri
Hættustig vegna snjóflóða er nú í gildi á Flateyri og Patreksfirði. Varðskipið Týr er nú á leið vestur á firði til að auka viðbúnað á svæðinu. Skipið var á níunda tímanum í kvöld statt á Breiðafirði en er þar aftakaveður, norðaustan stormur og 6-8 metra ölduhæð.

Einn í einangrun og þrír í sóttkví á Patreksfirði
Einn hefur verið settur í einangrun og þrír í sóttkví á Patreksfirði eftir að grunur vaknaði hjá umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum um kórónuveirusmit.

Menningarsögulegt stórtjón
Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða.

Skjaldborg á Patró hlaut Eyrarrósina 2020
Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Telja að um 570 tonn af eldislaxi hafi drepist
Rakið til fordæmalausrar veðráttu.

Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar
Arnarlax horfar fram á mikið tjón vegna laxadauða í sjókvíaeldi sínu.

Vegir á Vestfjörðum þoldu ekki þíðuna í síðustu viku
Slitlagið á þjóðvegum á Vestfjörðum er víða mikið skemmt eftir þíðuna í síðustu viku og á verstu köflunum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar hefur Vegagerðina neyðst til að lækka hámarkshraða.

Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður.

Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað
Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum.

„Þetta er bara látið malla“
Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla.

Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði.