Vara við áhrifum á umhverfi vegna nýs vegar um Dynjandisheiði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 17:27 Til stendur að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Vísir/Hafsteinn Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Jákvæð áhrif þess að stytta Vestfjarðarveg með þverun Vatnsfjarðar væru óveruleg þegar horft er til þeirra samgöngubótar sem framkvæmdin í heild sinni felur í sér annars vegar og gildis þess svæðis sem framkvæmdin mun hafa á. Skipulagsstofnun gaf í dag út álit um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar er framkvæmdunum skipt í þrjá áfanga og lagt mat á umhverfisáhrif þrettán valkosta um veglínur á þessum þremur áföngum. Skipulagsstofnun telur ljóst að heilsársvegur um Dynjandisheiði komi til með að fela í sér verulegar samgöngubætur fyrir fjölda fólks á stóru svæði og er jafnframt sammála Vegagerðinni um að áhrif áfanganna á samfélag, landnotkun og mannvirki séu talsvert jákvæð, óháð leiðarvali. Þá sé, með tilliti til umhverfis- og verndunarsjónarmiða, eini valkosturinn því að fylgja núverandi veginn. Sá kafli Vestfjarðarvegar sem liggur um friðlandið í Vatnsfirði hafi þá sérstöðu að vera þegar með bundnu slitlagi ásamt því að vera ekki sérstakur farartálmi að vetri. Jákvæð áhrif hvað varði bættar samgöngur á þessum vegarkafla felist því fyrst og fremst í betri vegi upp á Dynjandisheiði. Fram kemur í álitinu að önnur helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar felist í neikvæðum áhrifum á friðlýst svæði Dynjanda en á þeim vegarkafla eru lagðar fram tvær tillögur um veglínur til samanburðar sem að mati Skipulagsstofnunar hafa báðar talsvert neikvæð áhrif á verndarsvæðið. Skipulagsstofnun tekur því ekki afstöðu til þess hvor kosturinn eigi að verða fyrir valinu en bendir á að Umhverfisstofnun telur annan valkostanna ekki samræmast verndarskilmálum friðlýsts svæðis við Dynjanda. Þá muni framkvæmdirnar jafnframt valda umtalsverðu raski á náttúrulegri strandlengju þriggja innfjarða Suðurfjarða Arnarfjarðar sem mun hafa áhrif á lífríki fjöru þar sem finna má vistgerðir með hátt verndargildi og mikilvæg fæðuöflunarsvæði fugla. Vegagerðin hefur lagt fram fjölda mótvægisaðgerða vegna áhrifa á umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismati hennar. Skipulagsstofnun metur það þó svo að þær þurfi að útfæra nánar og skilgreina með skýrari hætti ábyrgð með framkvæmd og eftirfylgni hennar. Samgöngur Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skipulagsstofnun mælir ekki með því að brú verði reist yfir Vatnsfjörð en til stendur að hefja þar vegaframkvæmdir sem hluta af því að leggja heilsársveg um Dynjandisheiði. Jákvæð áhrif þess að stytta Vestfjarðarveg með þverun Vatnsfjarðar væru óveruleg þegar horft er til þeirra samgöngubótar sem framkvæmdin í heild sinni felur í sér annars vegar og gildis þess svæðis sem framkvæmdin mun hafa á. Skipulagsstofnun gaf í dag út álit um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði. Í matsskýrslu Vegagerðarinnar er framkvæmdunum skipt í þrjá áfanga og lagt mat á umhverfisáhrif þrettán valkosta um veglínur á þessum þremur áföngum. Skipulagsstofnun telur ljóst að heilsársvegur um Dynjandisheiði komi til með að fela í sér verulegar samgöngubætur fyrir fjölda fólks á stóru svæði og er jafnframt sammála Vegagerðinni um að áhrif áfanganna á samfélag, landnotkun og mannvirki séu talsvert jákvæð, óháð leiðarvali. Þá sé, með tilliti til umhverfis- og verndunarsjónarmiða, eini valkosturinn því að fylgja núverandi veginn. Sá kafli Vestfjarðarvegar sem liggur um friðlandið í Vatnsfirði hafi þá sérstöðu að vera þegar með bundnu slitlagi ásamt því að vera ekki sérstakur farartálmi að vetri. Jákvæð áhrif hvað varði bættar samgöngur á þessum vegarkafla felist því fyrst og fremst í betri vegi upp á Dynjandisheiði. Fram kemur í álitinu að önnur helstu umhverfisáhrif framkvæmdarinnar felist í neikvæðum áhrifum á friðlýst svæði Dynjanda en á þeim vegarkafla eru lagðar fram tvær tillögur um veglínur til samanburðar sem að mati Skipulagsstofnunar hafa báðar talsvert neikvæð áhrif á verndarsvæðið. Skipulagsstofnun tekur því ekki afstöðu til þess hvor kosturinn eigi að verða fyrir valinu en bendir á að Umhverfisstofnun telur annan valkostanna ekki samræmast verndarskilmálum friðlýsts svæðis við Dynjanda. Þá muni framkvæmdirnar jafnframt valda umtalsverðu raski á náttúrulegri strandlengju þriggja innfjarða Suðurfjarða Arnarfjarðar sem mun hafa áhrif á lífríki fjöru þar sem finna má vistgerðir með hátt verndargildi og mikilvæg fæðuöflunarsvæði fugla. Vegagerðin hefur lagt fram fjölda mótvægisaðgerða vegna áhrifa á umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismati hennar. Skipulagsstofnun metur það þó svo að þær þurfi að útfæra nánar og skilgreina með skýrari hætti ábyrgð með framkvæmd og eftirfylgni hennar.
Samgöngur Skipulag Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. 10. maí 2020 22:02
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30