Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2020 22:46 Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhús fjölskyldunnar í Kjálkafirði. Egill Aðalsteinsson Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð: Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð:
Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira