Stykkishólmur

Fréttamynd

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Innlent
Fréttamynd

Snæ­fells­nes orðið að vistvangi UNESCO

Snæfellsnes varð í dag fyrsta svæðið á Íslandi til að vera skilgreint sem vistvangur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar Svæðisgarðsins og bæjarstjóri í Grundarfirði, segir þetta afrakstur áralangs starfs sem Snæfellingar hafa verið í, í umhverfis- og samfélagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föður­húsanna

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Tveir kaflar að Látra­bjargi lag­færðir fyrir almyrkvann

Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti.

Innlent
Fréttamynd

Slysið í Stykkis­hólmi al­var­legt

Lögreglan á Vesturlandi hefur alvarlegt slys sem varð í gær til rannsóknar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í gær en afturkölluð áður en hún komst á leiðarenda.

Innlent
Fréttamynd

Einn glæsi­legasti 9 holu völlur landsins

Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kæri útskriftarárgangur 2024, grunn­skólans í Stykkis­hólmi

Í dag, 4. júní, er útskriftardagurinn ykkar og er tilefni til að gleðjast og fagna.Við sem tilheyrum skólasamfélaginu í kringum ykkur, hvort sem það erum við fjölskyldurnar ykkar, vinir eða starfsfólk skólans hlökkum öll til að sjá hvað þið gerið í framtíðinni

Skoðun
Fréttamynd

Lífið brosir við mæðgum eftir ára­langt ein­elti

Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl um borð í Baldri

Eldur kviknaði í bíl um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri á meðan björgunaræfingu stóð. Ferjan var þó ekki á siglingu og ekkert tjón varð á fólki eða skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Baldur siglir til Stykkis­hólms í dag

Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs

Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Röst leysir Baldur af hólmi

Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor.

Innlent