Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 07:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. „Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
„Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13