Stuð og stemning á „árshátíð íslenskra þungarokkara“ í Stykkishólmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 14:06 Bibbi í Skálmöld, Gunnar Sauermann, Dagur Gíslason (Misþyrming) og Guðni Th. Jóhannesson í góðum gír á Sátunni í Stykkishólmi. aðsend/Sátan Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. „Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“ Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira
„Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“
Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Sjá meira