Árborg

Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi?
Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri.

Magnús Hlynur kosinn Sunnlendingur ársins 2021
Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurlandi, var kosinn Sunnlendingur ársins 2021 af lesendum sunnlenska.is.

Draumlaus maður uppsker aðeins hversdagsleikann: Um menningarmöguleika í sveitarfélaginu Árborg
Menning er jafn mikilvæg og matur stendur í óskrifaðri bók. En til þess að svo verði þarf að metta grunnþarfirnar fyrst. Sjá til þess að allir hafi í sig og á og jafna möguleika. Gæta jafnréttis og réttlætis á öllum sviðum samfélagsins.

Nýtt fólk, sama tuggan, sömu skuggastjórnendurnir
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfsæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti.

Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg?
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár.

Frístundir, fyrir öll börn!
Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni.

Árborg er stórborg
Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með.

Leitar eftir aðilum til að reisa, fjármagna og reka Ölfusárbrú
Vegagerðin hefur hafið útboðsferli nýrrar Ölfusárbrúar í einkaframkvæmd með auglýsingu eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur. Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til allt að þrjátíu ára.

Nýja Árborg, við elskum þig!
M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“.

Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland
Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar.

Auglýsir nýtt útboð vegar um Hornafjörð í einkafjármögnun
Vegagerðin hefur auglýst í annað sinn útboð nýs kafla hringvegarins um Hornafjörð eftir að hafa í síðasta mánuði hafnað báðum tilboðum sem bárust í upphaflegu útboði. Þessi fyrsta tilraun til einkafjármögnunar í vegagerð á grundvelli nýlegra laga um samvinnuverkefni fer þannig brösuglega af stað en lögin heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Gulur, rauður, grænn og blár
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum.

Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi
Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu.

Áfram Árborg birtir framboðslista
Bæjarmálafélagið Áfram Árborg, sem er listi Pírata, Viðreisnar og Óháðra, hefur birt lista til sveitarstjórnarkosninga í Árborg árið 2022.

Grísir eru nú geltir með bólusetningu
Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti
Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti.

Tómas Ellert leiðir lista Miðflokks og sjálfstæðra í Árborg
Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson leiða lista Miðflokksins og sjálfstæðra í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Rottweilerhundar, Stuðmenn og Ragga Gísla á Kótelettunni í ár
Kótelettan 2022, sem haldin er á Selfossi í tólfta sinn dagana 7. -10. júlí verður er ein hin veglegasta frá upphafi samkvæmt nýrri fréttatilkynningu.

Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi
Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“

Arnar leiðir lista Framsóknar í Árborg
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Árborg var samþykktur á félagsfundi í vikunni. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans
Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur.

Sigurður Torfi leiðir lista VG í Árborg
Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld.

Arna Ír leiðir Samfylkinguna í Árborg
Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg í gærkvöldi var samþykktur einróma framboðslisti vegna sveitastjórnarkosninga þann 14.maí næstkomandi.

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju
Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar
Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022.

102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka
Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul.

Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka
Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur.

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar
Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Nýsköpun og öflugt atvinnulíf í Árborg
„Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið, efla nýsköpun og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.”

Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú
Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú.