Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2022 20:01 Páll Winkel fangelsismálstjóri segir aðstöðuna til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslega. Hann segir brýnt að bregðast við athugasemdum Umboðsmanns barna. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús
Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent