Sérsveitin kölluð út vegna „torkennilegs hlutar“ á Selfossi Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. september 2022 11:03 Lögreglumenn á vettvangi á Selfossi í morgun. Vísir/Kristófer Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni. Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni.
Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29