Ríki og sveitarfélög gangi í takt! Bragi Bjarnason skrifar 26. október 2022 10:31 Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Málefni fatlaðs fólks Bragi Bjarnason Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir. Þar er mikilvægur vettvangur til að efla samstarfið og læra hvert af öðru enda verkefni sveitarfélaga í grunninn þau sömu, þótt áskoranirnar geti verið mismunandi eftir samfélögum og staðsetningu. Krefjandi rekstrarumhverfi Það kom skýrt fram hjá bæði hagfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum að rekstrarumhverfið sé þungt. Sveitarfélögin eru í heildina um 20 milljörðum frá sjálfbærni í rekstri árið 2021 og heildarafkoma íslenskra sveitarfélaga hefur verið neikvæð undanfarin fimmtán ár. Því miður er ekkert sem bendir til að sú þróun sé að snúast við. Það var því sterkur samhljómur milli fjármálaráðstefnunnar og landsþings sveitarfélaga um aðgerðir til að efla rekstur sveitarfélaga. Sérstaklega var vísað í tillögur starfshóps um tekjustofna sveitarfélaga þar sem bæði komu að fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneytis. Því miður náðist ekki sameiginleg sýn á lausnir milli þessara aðila en vandinn er augljós. Þyngst vegur skortur á fjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks. Þar er áætlaður heildarhalli sveitarfélaga árið 2021 um 10 milljarðar króna. Þá þarf að skoða breytingar á skiptingu fjármagnstekjuskatts, kostnaðarmat á reglugerðir, þátttöku í byggingu framhaldsskóla, hjúkrunarheimila og fleira. Yfirlýsing innviðaráðherra á fjármálaráðstefnunni um fimm milljarða viðbótarframlag er jákvætt skref en einungis plástur á opið beinbrot sem nær þannig aldrei að gróa. Það er í raun sorgleg niðurstaða að vinna starfshópa skili ekki neinum sameiginlegum aðgerðum. Það eru ódýrar útskýringar hjá ráðuneytum að tala um óráðsíu eða ofþjónustu þegar sveitarfélögin eru einfaldlega að reyna sitt besta til að þjónusta alla íbúa með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Það hefur verið auðvelt að taka upp og setja nýjar reglugerðir á undanförnum árum en sleppa kostnaðarmati. Það þarf alltaf einhver að greiða fyrir aukna þjónustu, hvort sem hún telst lögbundin eða ólögbundin. Lögbundin eða ólögbundin verkefni? Kannski er orðið úrelt hugtak að tala um lögbundin verkefni sveitarfélaga. Sveitarfélög veita þjónustu í sínu nærsamfélagi og þótt rekstur leikskóla, frístundastarf eða uppbygging íþróttamannvirkja teljist sem dæmi ekki til lögbundinna verkefna, má telja óraunhæft í samfélagi dagsins í dag að bjóða ekki upp á slíkt. Ég held að ekkert sveitarfélag skorist undan þeirri ábyrgð að rekstur þess sé eins hagkvæmur og kostur er en því miður þá duga grunntekjustofnar ekki til að standa undir þjónustu og innviðauppbyggingu. Ég held að samtal ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og aukin framlög til reksturs sveitarfélaganna þurfi að nálgast með þessar staðreyndir í huga. Þetta eru ekki verkefni sem sveitarfélögin velja úr heldur mynda þau í heildina samfélag og það er samvinnuverkefni okkar allra. Það er mín innilega von að samtal fulltrúa sveitarfélaga og ríkisins sé lausnarmiðað þar sem horft er til framtíðar og farsældar. Höfundur er formaður bæjaráðs í Sveitarfélaginu Árborg. Efni sem vísað er til í greininni: https://www.visir.is/g/20212195715d https://www.samband.is/vidburdir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-2/
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun