Reykjavík

Fréttamynd

Skemmti­ferða­skip um tíu metrum frá strandi við Við­ey

Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd.

Innlent
Fréttamynd

Lekker hæð lista­konu til sölu

Listakonan Þórunn Hulda Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar Finnur Bjarnason hafa sett fallega hæð með sérinngangi við Gnoðarvog á sölu. Húsið var byggt árið 1960. Ásett verð er 110,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stofnaði lífi átta manna í hættu „í á­bata­skyni og á ó­fyrir­leitinn hátt“

Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gámi við Sunda­bakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 11:20 í dag eftir að eldur kom upp í gámi á gámasvæði við Sundabakka í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikill reykur þegar kviknaði í ein­angrunar­plasti

Mikill reykur myndaðist á byggingarsvæði við Sigtún, á Blómavalsreitnum svo kallaða, þegar það kviknaði í einangrunarplasti í morgun. Vel gekk að slökkva eldinn en starfsmenn byggingarsvæðisins voru að mestu búin að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Suzuki mun flytja inn í höll Björg­ólfs

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Þátt­taka nem­enda í „verk­föllum“ skráð sem „ó­heimil fjar­vist“

Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur smeykur við að deila kast­ljósinu með Katrínu

Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Gunnar segir að af einhverjum ástæðum hafi fólk mikinn áhuga á honum.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann.

Innlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á að hafa kallað skemmdar­varginn „fífl“

Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“.

Innlent
Fréttamynd

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“

Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Far­sælar for­varnir í þágu barna í Reykja­vík

Forvarnir fyrirbyggja frekari vanda og auka líkurnar á farsælla lífi. Ný aðgerðaáætlun hjá Reykjavíkurborg tekst á við þá áskorun hvernig við getum stuðlað að farsælla lífi með góðum og árangursríkum forvörnum í málefnum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Fíknefnaviðskipti beint fyrir framan nef lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að slysadeild vegna einstaklings sem lét öllum illum látum í gærkvöldi eða nótt. Einstaklingurinn var að sögn lögreglu ölvaður og gerði tilraun til að ráðast á öryggisverði og lögreglu. Hann hefur verið vistaður í fangaklefa þangað til hann verður viðræðuhæfur.

Innlent
Fréttamynd

Stendur þétt við bak Heru

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur.

Lífið
Fréttamynd

Breið­holt brennur

Oft eru glæður áður en það verður bál og fólk hristir hausinn yfir því að enginn hafi áttað sig á aðstæðum áður en illa fór. Við höfum samt valið, við getum byggt upp góða framtíð í stað þess að þurfa að deyfa elda.

Skoðun
Fréttamynd

Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum

Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er neyddur til að vera með rán­dýra tunnu”

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beiðni íbúa Reykjavíkurborgar um að sorptunnugjöld fyrir blandaðan heimilisúrgang og matarleifar yrðu felld niður. Björn Guðmundsson, efnafræðingur, kvartaði til nefndarinnar eftir að hann fékk rukkun frá borginni fyrir sorptunnugjaldi en hann notar hvoruga tunnuna. 

Innlent