Segir stefna í menningarslys á Birkimel Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júní 2025 19:23 Örn Þór Halldórsson, arkitekt og íbúi á Grenimel. vísir/ívar Stjórnendur fjögurra stofnana gagnrýna áform Reykjavíkur og lýsa blokk sem stendur til að byggja í Vesturbæ sem aðskotahlut. Arkitekt á svæðinu segir að um menningarslys sé að ræða. Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“ Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Stjórnendur Háskóla Íslands, Landsbókasafnsins, Árnastofnunar og Félagsstofnunar stúdenta gagnrýna harðlega áform um Birkimel 1 í sameiginlegri umsögn. Samkvæmt deiliskipulaginu sem er nú í samráðsgátt mun þar rísa 42 íbúða fjölbýlishús. Núverandi tillaga rími illa við þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið. Fyrirhuguð bygging sé líkt og aðskotahlutur og er gagnrýnt að aðeins sé gert ráð fyrir sex bílastæðum fyrir alla tilvonandi nýja íbúa. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá lóðina þar sem að fyrirhugað er að reisa blokkina á. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Íbúar í Birkimel átta og tíu hafa einnig skilað inn umsögn þar sem að áformin eru fordæmd. Þar er byggingin sögð of há eða að minnsta kosti 19,1 metri og ósamræmanleg íbúðabyggð. Byggingin muni skyggja á íbúðir og lóð hinum megin við götuna. Þá telja íbúar að fjölbýlishúsið muni koma til með að rýra verðmæti eigna þeirra. Það sé óásættanlegt að lúxusíbúðir rísi á skipulagssvæði mennta- og menningarstofnana. Fleiri íbúar í grennd við svæðið hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða framkvæmd. Þar á meðal er Örn Þór Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkur. Orkan við Birkimel þar sem að fjölbýlishúsið mun rísa. vísir/viktor „Mér finnst þetta alveg herfilegt. Ég hef notað hugtakið lágkúra meira að segja. Þetta er ekki í anda hverfisins eða svæðisins. Þetta er að stórskemma fyrir íbúum á Birkimel. Þetta varpar skugga yfir á lóðirnar þeirra.“ Hann bendir á að mörg kennileiti séu í nágrenninu sem muni ekki njóta sín með sama hætti að framkvæmdum loknum. Hönnun byggingarinnar sé fín en eigi ekki heima í hverfinu sem hafi verið hannað með heildarhugsjón. Því sé nú fórnað á altari hagnaðar og gróða. „Þessi blokk mun bara koma í staðinn og verða nýtt kennileiti og þess vegna segi ég lágkúra. Því við erum að tala um mjög merkilegan arkitektúr. Þetta er svona nútíma arkitektúr í bland við rómantík en nú er því rústað. Þessi blokk er að rústa þeirri hugsun og að því leyti er hún sko menningarslys. Síðan skemmir hún auðvitað lífsgæði fyrir íbúa á Birkimel. Ég bý á Grenimel og á dimmustu vetrarmánuðum nær skugginn langt inn til mín á Grenimel.“
Reykjavík Skipulag Arkitektúr Háskólar Menning Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira