Reykjavík Tveir handteknir vegna líkamsárásar á veitingahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn vegna líkamsárásar á veitingahúsi í hverfi 108 í Reykjavík. Innlent 23.9.2022 07:41 Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Innlent 22.9.2022 21:00 Bruggstofa og bjórbúð í húsi bindindismanna Hús bindindissamtakanna I.O.G.T. sem hýsti vinabæ í Skipholtinu var selt snemma á þessu ári. Í húsnæðinu mun nú opna bruggstofa og bjórbúð RVK bruggfélags. Viðskipti innlent 22.9.2022 18:23 Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Innlent 22.9.2022 14:25 Eiríkur Björn og Rannveig nýir sviðsstjórar hjá borginni Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra nýs sameinaðs sviðs menningar, íþrótta- og tómstunda. Innlent 22.9.2022 13:41 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. Innlent 22.9.2022 12:56 Starfsfólk elti mann sem hafði stolið úr verslun Starfsfólk verslunar í Kópavogi hringdi í lögreglu klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi eftir að maður hafði stolið úr búðinni. Starfsfólkið hafði elt manninn en lögreglan hafði síðar afskipti af honum og vettvangsskýrsla rituð. Innlent 22.9.2022 06:31 Starfsfólk Stúdentakjallarans þreytt á slæmri hegðun fótboltaáhugamanna Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki. Innlent 21.9.2022 20:24 Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Innlent 21.9.2022 20:00 Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. Innlent 21.9.2022 12:00 „Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:38 Hjóli Gísla Arnar stolið þrátt fyrir lás af dýrustu gerð Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu. Innlent 21.9.2022 11:36 Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Skoðun 21.9.2022 11:31 Söfnuðu yfir þremur milljónum fyrir formann félagsins eftir fráfall eiginkonu hans Félagið Elliði í Árbæ, varalið Fylkis sem leikur í 3. deild karla í fótbolta, safnaði yfir tveimur og hálfri milljón króna í styrktarsjóð fyrir formann félagins sem missti eiginkonu sína langt um aldur fram á dögunum. Fótbolti 21.9.2022 09:30 Úthverfatófan ekki hættuleg mönnum Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni. Innlent 21.9.2022 09:09 Kristinn Jónsson er látinn Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri. Fótbolti 21.9.2022 07:31 Talinn vera innbrotsþjófur en var í raun húsráðandi Klukkan hálf tíu í gær barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot á heimili í Grafarholti. Lögreglan mætti á svæðið en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn var í raun húsráðandi og hafði læst sig úti. Innlent 21.9.2022 06:51 Þorpið vistfélag kaupir JL húsið Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir. Viðskipti innlent 20.9.2022 12:47 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01 Eldur kom upp í þaki Lava Show Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Innlent 20.9.2022 06:46 Grunsamlegir menn reyndust vera í leit að ánamöðkum Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi. Lögreglan hafði uppi á mönnunum en þeir reyndust einungis vera í leit að ánamöðkum. Innlent 20.9.2022 06:28 Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. Innlent 19.9.2022 19:22 Sló starfsmenn ítrekað með flötum og krepptum hnefa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann verslunar 10-11 við Laugaveg í Reykjavík í febrúar 2021. Innlent 19.9.2022 12:03 Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. Innlent 19.9.2022 11:23 Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur leigubíls og strætisvagns Einn var fluttur á slysadeild eftir að strætisvagn og leigubíll rákust saman á mótum Hringbrautar og Nauthólsvegar í morgun. Innlent 19.9.2022 10:42 Handtekinn eftir hnífstungu í Reykjavík Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í Reykjavík eftir að sá hafði stungið annan mann með hníf. Innlent 19.9.2022 06:07 Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu. Innlent 18.9.2022 07:51 Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Innlent 18.9.2022 07:27 Mathöllin opni á næstu mánuðum Mathöllin á Pósthússtræti 5 er í þann mund að verða tilbúin af orðum Leifs Welding, eins eigenda mathallarinnar að dæma. Stefnt sé að því að opna mathöllina í lok október eða byrjun nóvember. Viðskipti innlent 17.9.2022 23:46 Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag. Innlent 17.9.2022 10:01 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Tveir handteknir vegna líkamsárásar á veitingahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn vegna líkamsárásar á veitingahúsi í hverfi 108 í Reykjavík. Innlent 23.9.2022 07:41
Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Innlent 22.9.2022 21:00
Bruggstofa og bjórbúð í húsi bindindismanna Hús bindindissamtakanna I.O.G.T. sem hýsti vinabæ í Skipholtinu var selt snemma á þessu ári. Í húsnæðinu mun nú opna bruggstofa og bjórbúð RVK bruggfélags. Viðskipti innlent 22.9.2022 18:23
Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Innlent 22.9.2022 14:25
Eiríkur Björn og Rannveig nýir sviðsstjórar hjá borginni Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra nýs sameinaðs sviðs menningar, íþrótta- og tómstunda. Innlent 22.9.2022 13:41
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. Innlent 22.9.2022 12:56
Starfsfólk elti mann sem hafði stolið úr verslun Starfsfólk verslunar í Kópavogi hringdi í lögreglu klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi eftir að maður hafði stolið úr búðinni. Starfsfólkið hafði elt manninn en lögreglan hafði síðar afskipti af honum og vettvangsskýrsla rituð. Innlent 22.9.2022 06:31
Starfsfólk Stúdentakjallarans þreytt á slæmri hegðun fótboltaáhugamanna Stúdentakjallarinn, skemmti-, lærdóms og griðastaður fyrir háskólasamfélagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í kvöld. Þar kemur fram að starfsfólk hafi lent í hrottalegum dónaskap og ógnandi hegðun frá fótboltaáhugamönnum sem heimsæki staðinn. Haldi þessi hegðun áfram sé hætta á því að kjallarinn hætti að sýna fótboltaleiki. Innlent 21.9.2022 20:24
Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Innlent 21.9.2022 20:00
Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. Innlent 21.9.2022 12:00
„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu. Viðskipti innlent 21.9.2022 11:38
Hjóli Gísla Arnar stolið þrátt fyrir lás af dýrustu gerð Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu. Innlent 21.9.2022 11:36
Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Skoðun 21.9.2022 11:31
Söfnuðu yfir þremur milljónum fyrir formann félagsins eftir fráfall eiginkonu hans Félagið Elliði í Árbæ, varalið Fylkis sem leikur í 3. deild karla í fótbolta, safnaði yfir tveimur og hálfri milljón króna í styrktarsjóð fyrir formann félagins sem missti eiginkonu sína langt um aldur fram á dögunum. Fótbolti 21.9.2022 09:30
Úthverfatófan ekki hættuleg mönnum Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni. Innlent 21.9.2022 09:09
Kristinn Jónsson er látinn Kristinn Ingvar Jónsson, fyrrum formaður Knattspyrnufélags Reykjavíkur, er látinn. Hann lést á Landsspítalanum á mánudag, 19. september, 81 árs að aldri. Fótbolti 21.9.2022 07:31
Talinn vera innbrotsþjófur en var í raun húsráðandi Klukkan hálf tíu í gær barst lögreglu tilkynning um yfirstandandi innbrot á heimili í Grafarholti. Lögreglan mætti á svæðið en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn var í raun húsráðandi og hafði læst sig úti. Innlent 21.9.2022 06:51
Þorpið vistfélag kaupir JL húsið Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistaskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Breyta á efri hæðum hússins í fjölbreytilegar og vandaðar miðborgaríbúðir. Viðskipti innlent 20.9.2022 12:47
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. Viðskipti innlent 20.9.2022 09:01
Eldur kom upp í þaki Lava Show Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Innlent 20.9.2022 06:46
Grunsamlegir menn reyndust vera í leit að ánamöðkum Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi. Lögreglan hafði uppi á mönnunum en þeir reyndust einungis vera í leit að ánamöðkum. Innlent 20.9.2022 06:28
Neita að hafa átt dulkóðuð samskipti í saltdreifaramálinu Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi og er talið tengjast gríðarstóru peningaþvættismáli, sem er nú til rannsóknar. Innlent 19.9.2022 19:22
Sló starfsmenn ítrekað með flötum og krepptum hnefa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann verslunar 10-11 við Laugaveg í Reykjavík í febrúar 2021. Innlent 19.9.2022 12:03
Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. Innlent 19.9.2022 11:23
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur leigubíls og strætisvagns Einn var fluttur á slysadeild eftir að strætisvagn og leigubíll rákust saman á mótum Hringbrautar og Nauthólsvegar í morgun. Innlent 19.9.2022 10:42
Handtekinn eftir hnífstungu í Reykjavík Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í Reykjavík eftir að sá hafði stungið annan mann með hníf. Innlent 19.9.2022 06:07
Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu. Innlent 18.9.2022 07:51
Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Innlent 18.9.2022 07:27
Mathöllin opni á næstu mánuðum Mathöllin á Pósthússtræti 5 er í þann mund að verða tilbúin af orðum Leifs Welding, eins eigenda mathallarinnar að dæma. Stefnt sé að því að opna mathöllina í lok október eða byrjun nóvember. Viðskipti innlent 17.9.2022 23:46
Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag. Innlent 17.9.2022 10:01