Íbúar vansvefta við Sundahöfn Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. nóvember 2023 23:01 Almennt séð lýkur starfsemi í Sundahöfn á miðnætti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira