Íbúar vansvefta við Sundahöfn Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. nóvember 2023 23:01 Almennt séð lýkur starfsemi í Sundahöfn á miðnætti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira