Fjögurra og átta ára vöknuðu við lögreglu í heimsókn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 14:38 Að sögn konunnar fór kúlan í gegnum rúðuna og hafnaði í vegg við barnaherbergi í íbúðinni. Hún þakkar fyrir að enginn hafi verið á ferli. Vísir/Berghildur Kona sem býr í íbúðinni sem skotið var á í skotárás í Úlfarsárdal í morgun, segist í áfalli og enn vera að melta það sem hafi gerst. Skotið var á vegg við hliðina á barnaherbergi þar sem átta og fjögurra ára dætur hennar voru sofandi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31