Reykjavík

Fréttamynd

„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“

Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós.

Innlent
Fréttamynd

„Stór­furðu­legt“ að bjóða for­eldrum ekki strax á fund

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Barnið lét for­eldra sína vita af brotinu

Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum.

Innlent
Fréttamynd

Örn Eld­járn kaupir hús Jóns Ólafs­sonar

Gítarleikarinn Örn Eldjárn og eiginkona hans, Karen Lena Óskarsdóttir, hafa fest kaup á einbýlishús við Skeljagranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið var áður í eigu tónlistarhjónanna Jóns Ólafssonar og Hildar Völu Einarsdóttur. Kaupverðið nam 189,9 milljóna króna.

Lífið
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur
Fréttamynd

Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt

Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald.

Innlent
Fréttamynd

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið
Fréttamynd

Sérsveitin kölluð út: Fjöldi hand­tekinn eftir hús­leit í Gnoðarvogi

Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Tjáningar­frelsi

Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama.

Skoðun
Fréttamynd

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef engar vís­bendingar fengið um að þetta sé að gerast“

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg sátt milli há- og lágmenningar á Klappar­stíg

Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár.

Lífið
Fréttamynd

Slugsagjöldin „neyðar­úr­ræði“ og „ekki til að græða“

Stjórnendur N1 Hringbraut og Borgartúni hafa komið upp gjaldskyldu fyrir þá sem leggja við stöðina lengur en 45 mínútur. Kona sem var rukkuð um upp á 5.750 krónur í vangreiðlsugjald eftir að hafa stoppað og fengið sér að borða við Hringbraut gagnrýnir fyrirkomulag gjaldtökunnar. Rekstrarstjóri N1 segir gjaldskylduna neyðarúrræði og gjaldtökuna ekki til þess að græða. 

Neytendur