Lífið

Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Haldin var keppni  milli dróttskáta (13-15 ára) um hvaða lið gæti slitið bandið fyrst með eldi.
Haldin var keppni milli dróttskáta (13-15 ára) um hvaða lið gæti slitið bandið fyrst með eldi. Skátasamband Reykjavíkur

Vetrarmót Reykjavíkurskáta var haldið í tíunda sinn um helgina í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni þar sem 120 skátar úr Reykjavík taka þátt í fjölbreyttri skátadagskrá. Fimm skátafélög sendu fulltrúa í ár. Það voru Árbúar, Vogabúar, Landnemar, Ægisbúar og Skjöldungar. Sjálfboðaliðarnir voru af öllum aldri en þeir yngstu voru 17 ára og þeir elstu á sjötugsaldri.

Markmið með mótinu er að kenna ungum skátum á að takast á við fjölbreyttar áskoranir að vetrarlagi og að efla samstarf milli skátafélaganna í Reykjavík. Þema helgarinnar var Ólympíuleikarnir og var keppt í alls kyns skátaþrautum eins og að klifra upp klifurturn, bogfimi og hvaða flokkur er fljótastur að kveikja bál.

Hópurinn sem kom saman á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur

Vetrarmótið er skipulagt í sameiningu af öllum skátafélögunum úr Reykjavík og er fastur liður í skátastarfinu í Reykjavík.

„Vetrarmótið er alltaf haldið árlega í lok janúar til að efla samskipti félaganna sem eru í Reykjavík og til að gefa skátum tækifæri á að upplifa ævintýri um hávetur og geta lært alls konar hluti tengda honum. Þetta er í 10. skipti sem það er haldið. Nú var þema mótsins Ólympíuleikar og voru haldnar margvíslegar keppnir um hvaða hópur væri t.d. bestur í klifri og meira,“ segir Daníel Þröstur Pálsson, ritari Skátasambands Reykjavíkur (SSR) og sveitaforingi Rs. Sela og frá Árbúum, í samtali við Vísi.

Það þarf líka að borða.Skátasamband Reykjavíkur

Skiptast á að fylgjast með kamínuninni í tjaldinu

Hann segir þátttakendur hafa fengið ýmis tækifæri til útivistar og til dæmis hafi um 30 manns gist í tjaldi á mótinu.

„Helsti munurinn á því að tjalda um veturinna miðað við sumrin er að tjöldin sem notuð eru á veturna eru með svokallaðri kamínu sem er í raun bara eldur í miðju tjaldinu. Það þarf alltaf einhver að vera vakandi um nóttina til að passa að eldurinn sé gangandi og að hann dreifist ekki úr sér. Þannig það skapast alltaf mikið kapp um að fá að vakta kamínuna fyrst eða síðast svo maður geti sofið sem mest,“ segir Daníel.

Þátttakendur elda á eldi. Skátasamband Reykjavikur

Einu sinni hafi hann þurft að vakna sjálfur klukkan þrjú til að vakta kamínuna.

„Ég mæli ekki með því. En fyrir þá sem ákvæða að nota venjulegt tjald þá skiptir mestu máli að taka með góða lopapeysu til að sofa í um nóttina og gott föðurland.“

Þátttakendur á mótinu. Skátasamband Reykjavíkur
Það var hægt að æfa klifur. Skátasamband Reykjavíkur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.