Reykjavík

Fréttamynd

Svona verður Sæ­braut í stokki

Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Einn lést í brunanum á Hjarðar­haga

Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stokkur fjar­lægi gjána sem skilji að Vogahverfin

Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna.

Innlent
Fréttamynd

Mjög al­var­legt til­felli

Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga ferðum og auka tíðni á­kveðinna leiða Strætó í haust

Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031.

Innlent
Fréttamynd

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóð­leik­húsinu

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Lífið
Fréttamynd

Kynntu fyrir­hugaðan Sæbrautar­stokk

Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist með hníf að ung­menni í Hafnar­firði

Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

Öskrandi og ber að ofan við grunn­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi.

Innlent
Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Sam­hjálp í kapp­hlaupi við tímann

Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Steypuklumpablætið í borginni

Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­breytt á­stand kemur ekki til greina

Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Tvær konur sluppu úr brennandi bíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu

Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. 

Skoðun
Fréttamynd

Heillandi heimili Hönnu Stínu

Innanhússarkitektinn Hanna Stína hefur sett glæsilega og sjarmerandi íbúð á tveimur hæðum við Þingholtsstræti í Reykjavík á sölu. Eignin er í sögulegu steinsteyptu tvíbýlishúsi frá árinu 1927, hannað af Einari Erlendssyni, fyrrverandi húsameistara ríkisins. Ásett verð er 179 milljónir króna.

Lífið