Mosfellsbær

Fréttamynd

Svona er dag­skrá Vetrarhátíðar í ár

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Lífið
Fréttamynd

Fluttu úr mið­bænum í ein­staka náttúru­para­dís

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og kærastan hans, Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona, fluttu nýverið úr miðbæ Reykjavíkur og festu kaup á sumarhúsi í landi Miðdals við Silungatjörn í Mosfellsbæ. Húsið er staðsett á 5000 fermetra eignarlóð með einstöku útsýni og veiðileyfi í tjörninni.

Lífið
Fréttamynd

Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki

Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. 

Innlent
Fréttamynd

Aftur­elding valin besta nor­ræna sjónvarpsserían

Sjónvarpsserían Afturelding er besta norræna sjónvarpsserían á þessu ári, að mati sænsks sjónvarpsgagnrýnanada. Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, einn höfunda þáttanna segir um mikinn heiður að ræða. Svíar virðist tengja sérstaklega vel við íþrómiðstöðvarmenningu okkar Íslendinga. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Um hús­næðis­mál á Reykja­lundi

Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Dýrara í Strætó á nýju ári

Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Neytendur
Fréttamynd

Fyrsti á­fangi Blika­staða­lands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 í­búða

Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans.

Innherji
Fréttamynd

Jólin jólin – alls staðar á höfuð­borgar­svæðinu

Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjalundur myglaður: Stjórn­völd verði að hjálpa

Forstjóri Reykjalundar segir stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar, en stórum hluta af húsnæðinu verður lokað á morgun. Allt verði reynt til að staðan hafi ekki áhrif á þjónustu við sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

22 fót­bolta­vellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Aðstoðarmaður Ásmundar í tímabundið leyfi

Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, fer í tímabundið leyfi frá störfum frá fyrsta nóvember. Leyfinu mun ljúka þann 30. apríl á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Kjósar­hreppur verði ekki lengur kenndur við Mos­fells­bæ

Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að vera í símanum

Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum.

Innlent
Fréttamynd

Að gefa sér niður­stöðuna fyrir­fram

Árið 1993 kom félagsmálaráðuneytið því til leiðar að kosið var um sameiningar sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Ráðuneytið, sem sinnti meðal annars sveitarstjórnarmálum, hafði lengi hvatt til hreppa og kaupstaði landsins til að mynda stærri og sjálfbærari einingar, en undirtektir verið harla litlar. 

Skoðun