Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. apríl 2025 19:34 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu fagnar úrbótum í þjónustu fyrir fólk sem þarf að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. En það þurfi að vinna hratt. Tifandi tímasprengjur séu á götum borgarinnar. Vísir Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í vikunni úrbætur í þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Fram kom í tilkynningu Stjórnarráðsins að málefni slíkra einstaklinga hefðu fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. „Þar verður tekið heildstætt á öllum öryggisvistunarmálum. Eins og er geta einstaklingar verið í öryggisvistun á vegum sveitarfélaganna. Oft í dýrum úrræðum. Það er afar mikilvægt að taka heildstætt um þennan málaflokk, það snýst um öryggi borgaranna, mannréttindi þessara einstaklinga og það snýst um hagræðingu,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Hún segir að búist sé við að hægt sé að bjóða upp á fleiri pláss á réttaröryggisdeild um áramótin. Ekki sé komin dagsetning á hvar, hvernig eða hvenær sérstök öryggisstofnun verður tilbúin. Gríðarlegur kostnaður Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum í dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvað málaflokkurinn kosti þau í heild og fékk þau svör að málið sé gríðarlega umfangsmikið en heildarkostnaður liggi ekki fyrir. Þetta sé flókin skipting og missjöfn . Það hafi aldrei náðst heildarniðurstaða í samtal ríkis og sveitarfélaga í málinu. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að það kostar ríflega tvö hundruð milljónir á ári að vista einn einstakling í öryggisvistun í Reykjavík. Þá er útlagður kostnaður Mosfellsbæjar vegna öryggisvistunar tveggja einstaklinga tæpar hundrað og níutíu milljónir, sjötíu milljónir fást endurgreiddar frá hinu opinbera, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Stjórnvöld þurfi að hafa hraðar hendur Hvort gríðarmikill kostnaður vegna málaflokksins hafi svo valdið því að einstök mál hafa fallið milli þjónustukerfa á liðnum árum eins og kom fram í tilkynningu Stjórnarráðsins skal ósagt látið. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir hins vegar að koma hefði mátt í veg fyrir harmleik eins og í Neskaupstað og morðmál í Breiðholti á síðasta ári hefðu þau úrræði sem nú hafa verið kynnt verið til staðar. „Við höfum verið að ýta á svona úrræði í langan tíma. Við höfum varað við málum þar sem hræðilegir atburðir gerðust svo af því rétt þjónusta var ekki í boði. Það hefði því mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik á undanförnum misserum ef eitthvað í líkingu sem nú hefur verið kynnt hefði hefði verið komið. Það er því ekki annað hægt en að fagna áformum ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld þurfi hins vegar að hafa hraðar hendur. „Það eru á annan tug einstaklinga sem eru á götum borgarinnar sem þyrftu að komast í svona úrræði strax. Þeir eru tifandi tímasprengjur. Þetta eru menn sem við höfum varað við að fái þeir ekki viðeigandi aðstoð muni þeir lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við,“ segir Guðmundur. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í vikunni úrbætur í þjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Fram kom í tilkynningu Stjórnarráðsins að málefni slíkra einstaklinga hefðu fallið milli þjónustukerfa ríkis og sveitarfélaga. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. „Þar verður tekið heildstætt á öllum öryggisvistunarmálum. Eins og er geta einstaklingar verið í öryggisvistun á vegum sveitarfélaganna. Oft í dýrum úrræðum. Það er afar mikilvægt að taka heildstætt um þennan málaflokk, það snýst um öryggi borgaranna, mannréttindi þessara einstaklinga og það snýst um hagræðingu,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Hún segir að búist sé við að hægt sé að bjóða upp á fleiri pláss á réttaröryggisdeild um áramótin. Ekki sé komin dagsetning á hvar, hvernig eða hvenær sérstök öryggisstofnun verður tilbúin. Gríðarlegur kostnaður Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum í dag frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvað málaflokkurinn kosti þau í heild og fékk þau svör að málið sé gríðarlega umfangsmikið en heildarkostnaður liggi ekki fyrir. Þetta sé flókin skipting og missjöfn . Það hafi aldrei náðst heildarniðurstaða í samtal ríkis og sveitarfélaga í málinu. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að það kostar ríflega tvö hundruð milljónir á ári að vista einn einstakling í öryggisvistun í Reykjavík. Þá er útlagður kostnaður Mosfellsbæjar vegna öryggisvistunar tveggja einstaklinga tæpar hundrað og níutíu milljónir, sjötíu milljónir fást endurgreiddar frá hinu opinbera, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Stjórnvöld þurfi að hafa hraðar hendur Hvort gríðarmikill kostnaður vegna málaflokksins hafi svo valdið því að einstök mál hafa fallið milli þjónustukerfa á liðnum árum eins og kom fram í tilkynningu Stjórnarráðsins skal ósagt látið. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir hins vegar að koma hefði mátt í veg fyrir harmleik eins og í Neskaupstað og morðmál í Breiðholti á síðasta ári hefðu þau úrræði sem nú hafa verið kynnt verið til staðar. „Við höfum verið að ýta á svona úrræði í langan tíma. Við höfum varað við málum þar sem hræðilegir atburðir gerðust svo af því rétt þjónusta var ekki í boði. Það hefði því mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik á undanförnum misserum ef eitthvað í líkingu sem nú hefur verið kynnt hefði hefði verið komið. Það er því ekki annað hægt en að fagna áformum ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðmundur. Stjórnvöld þurfi hins vegar að hafa hraðar hendur. „Það eru á annan tug einstaklinga sem eru á götum borgarinnar sem þyrftu að komast í svona úrræði strax. Þeir eru tifandi tímasprengjur. Þetta eru menn sem við höfum varað við að fái þeir ekki viðeigandi aðstoð muni þeir lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við,“ segir Guðmundur.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fangelsismál Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10 Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. 6. febrúar 2025 19:10
Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25. október 2024 12:57