Mikil gleði var á þorrablóti Aftureldingar sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá síðastliðið laugardagskvöld. Um eitt þúsund Mosfellingar komu saman og blótuðu þorrann, en um er að ræða þeirra fjölmennasta þorrablót hingað til.
Skemmtikraftarnir og vinirnir Steindi Jr. og Auðunn Blöndal voru veislustjórar kvöldsins og héldu uppi stemningunni eins og þeim einum er lagið. Á boðstólum var dýrindis þorramatur frá Kjötbúðinni.
Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum þar sem hljómsveitin Stuðlabandið og Diljá Pétursdóttir léku fyrir dansi langt fram á kvöld.
Þá var mikill metnaður lagður í hina árlegu borðskreytingakeppni þorrablótsins, en hvert borð var listilega skreytt í mismunandi þema sem setti skemmtilegan svip á viðburðinn.
Ljósmyndari Mosfellings, Raggi Óla, myndaði gesti kvöldsins sem virðast hafa skemmt sér konunglega.
Bryndís Haralds og Áslaug ArnaMosfellingurBaldvin, Oliver og Eva.MosfellingurInga Rut og Erla Dögg.MosfellingurHilmar, Ásgeir, Svanþór og Magnús.MosfellingurOddný Þóra og Ragnheiður GunnarsdóttirMosfellingurAxel Óskar og Camilla Hrund.MosfellingurRaggi Óla og Anna ÓlöfMosfellingurBlær Hinrikssin og Brynjar Vignir Sigurjónsson.MosfellingurJana, Einar Ingi og Ásgeir Sveins.MosfellingurKristín, Anna Lilja, Karen, Linda Ben, Svanhildur og Inga.MosfellingurJón Smári og Ása Dagný.MosfellingurKolbrún, Hildur og Svana.MosfellingurÁrni Bragi og Sigdís Lind.MosfellingurPétur Þorvaldsson og Ruth ÖrnólfsdóttirMosfellingurGlimmer-fín.MosfellingurGlimmer skvísur!MosfellingurSigurberg og Elín Anna.MosfellingurAnna Kristín og Erla EiríksMosfellingurAnna Kristín og Elli Einarsdóttir.Mosfellingur