Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 19:02 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“ Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hefur sagt nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands skjóta skökku við og vísað til þeirrar hófsemi sem önnur félög sýndu á sínum tíma til að stemma stigu við verðbólgu og vöxtum. Á þriðjudag var tólf þúsund félagsmönnum KÍ tryggð launahækkun upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum. Finnbjörn varaði í hádegisfréttum við uppgjörsdögum þegar núverandi samningar renna út. Áhyggjuefni er varðar verðbólgu og vexti Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, óttast að umrædd launahækkun geti komið til með að auka verðbólgu. „Hún hefur aðeins aukið óvissu og er pínu áhyggjuefni í sambandi við horfurnar um verðbólgu og vexti. Ég var mjög sáttur og fannst það jákvætt skref þegar að stöðugleikasamningarnir voru gerðir fyrir ári.“ Einnig sé aukin hætta á launaskriði og vísar hann til þess þegar kjarasamningar annarra félaga við ríki og sveitarfélög renna út. „Aðalhættan í þessu er að 2028 förum við af þessari braut sem var mörkuð í fyrra að ná fram stöðugu verðlagi, lágum vöxtum og batnandi lífskjörum án þess að vera með mjög brattar launahækkanir. Það verða væntanlega rök þeirra inn í næstu kjarasamninga að sá mögulegi munur verði jafnaður.“ Vonast til að ekki þurfi að draga saman eða hækka útsvar Það liggi fyrir að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis muni taka á sig högg. Þeir sveitarstjórar sem ræddu við fréttastofu í dag sögðu það ekki ljóst að svo stöddu hvernig launahækkun kennara verði fjármögnuð. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um töluvert hærri útgjöld sé að ræða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem muni hafa áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Endurmeta þurfi þau verkefni sem sveitarélagið sé að sinna. „Við erum að tala um svona um það bil 300 milljónum króna hærra framlag inn í skólanna. Auðvitað fögnum við því að það hafi náðst samningar, við verðum bara að forgangsraða.“ Hún vonar að hagræðingar og ríkisaðstoð komi í veg fyrir að draga þurfi saman í þjónustu eða hækka útsvar. „Við auðvitað höfum ákveðnar væntingar. Núna erum við að búa svo um hnútanna til að gera kennarastarfið betra og eftirsóknarverðara. Við viljum auðvitað fá ríkið með okkur í þá vegferð. Það er gríðarlega mikilvægt að ríkið komi í þessa vegferð með okkur til að styrkja starfsumhverfi og stöðu kennara í íslensku samfélagi.“
Efnahagsmál Verðlag Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira