Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2025 07:01 Ferðaþjónustubóndinn í Laxnesi krefst þess fyrir dómi að kylfingum verði bannað að aka veg sem liggur um land sem hann á hluta í að Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar. Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði. Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði.
Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira