Hafnarfjörður

Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa valdið á­rekstri

Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar móttökur þegar Aron var kynntur til leiks

Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt í hvíta hluta Hafnarfjarðarbæjar í dag eftir að fréttir bárust af því að Aron Pálmarsson væri á heimleið á næsta tímabili til uppeldisfélags síns FH. Sú spenna náði svo hámarki þegar Aron var kynntur til leiks í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði

Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir.

Innlent
Fréttamynd

Aron á heimleið

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH.

Handbolti
Fréttamynd

Dúx Flens­borgar­skólans með 9,87 í ein­kunn

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi.

Innlent
Fréttamynd

Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda

Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Handbolti
Fréttamynd

Betur fór en á horfðist í Hafnar­firði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins.

Innlent
Fréttamynd

13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair

Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Af­hendingar­öryggi heits vatns

Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sækni eða fælni

20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar!

Skoðun