Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 15:31 Stúlkan tók árásina upp á myndband sem var eitt af aðalsönnunargögnunum í málinu. Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“. Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, verjandi eins mannsins, staðfestir að málinu hafi verið áfrýjað til Landsréttar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá áfrýjuninni. Nítján ára karlmaður, hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára, en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hennar máli ekki verið áfrýjað að svo stöddu. Hún tók árásina upp á myndband, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fimm þúsund krónur ástæðan Í dómi héraðsdóms kom fram að drengirnir hefðu setið ásamt hinum látna á Íslenska rokkbarnum kvöldið sem manndrápið átti sér stað. Þar hafi þeir neytt kókaíns um stund, sem sakborningarnir virtust hafa skaffað. Í framburði eins sakborninga segir að samið hafi verið um að maðurinn myndi borga fimmtán til tuttugu þúsund krónur fyrir efnin. Hann hafi tekið fjórar línur af efninu á barnum og kröfðust ákærðu fimm þúsund króna fyrir hverja þeirra. Seinna hafi verið samið um að fimm þúsund krónur myndu nægja fyrir kókaínið. Sakborningarnir hafi labbað út af Íslenska rokkbarnum ásamt manninum og segir dómari að ekkert hafi bent til þess að þaðan hafi þau gengið út. Þrátt fyrir það hafi piltarnir ráðist gegn manninum á bílastæði fyrir utan staðinn og stúlkan tekið það upp. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að alvarlegt ósætti hafi komið upp á milli sakborninganna og mannsins. Jafnframt bendi ekkert til þess að hinn látni hafi verið „aggresífur“ eða árásargjarn gagnvart einhverju þeirra. Ekki sé útlit fyrir því að hann hafi stofnað til átakanna, eða að sakborningunum hafi staðið ógn af honum, líkt og þeir héldu fram fyrir dómi. Dómarinn í héraði var ómyrkur í máli og lýsti árásinni sem „leik kattarins að músinni“.
Dómsmál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira