Skilaboð til vinar lykilgagn í sextán ára fangelsisdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2023 11:39 Talik sagðist líða mjög illa vegna þess sem gerðist. Dómurinn féllst þó ekki á að hann hefði banað herbergisfélaga sínum í neyðarvörn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness horfði til ýmissa þátta þegar hann útilokaði að Maciej Jakub Talik hefði verið í neyðarvörn þegar hann stakk herbergisfélaga sinn til bana í Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Textaskilaboð þar sem hann lýsti ásetningi að ætla að bana Jaroslaw Kaminski vógu þungt í niðurstöðu dómsins. Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstsins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Talik bar fyrir sig neyðarvörn og leit héraðsdómur til ýmissa atriða við mat sitt á því hvort þau rök héldu vatni. Samkvæmt lögum eru þau verk sem unnin eru í virkilegri neyðarvörn refsilaus. Sakborningur þarf að færa eitthvað haldbært fram því til stuðnings. Stakk vopnlausan mann Verjandi Talik gagnrýndi að blóðferlarannsókn var ekki framkvæmd til að varpa betri sýn á átökin í íbúðinni umrædda nótt. Blóð fannst út um alla íbúð, löng blóðslóð var frá svefnherbergi, út gang, um opið rými og út fyrir húsnæðið. Héraðsdómur tók undir með verjandanum að slík rannsókn hefði mátt varpa skýrara ljósi á upphafsstað atburðarásarinnar og gang hennar um íbúðina. Talik var einn til frásagnar um hvað gekk á. Hann sagði Kaminski hafa lagt til sín með hníf, misst hann og Talik sjálfur náð haldi á honum. Því var ljóst að í öll þau skipti sem Talik stakk Kaminski þá stakk hann vopnlausan mann. Skömmu eftir atburðinn sendi hann skilaboð á systur sína og tvo vini. Þar hefði hann sagst líklega hafa drepið strák, stungið hann með hnífi og svo í samtali sagst hafa stungið hann í hálsinn. Í símtölunum eða skilaboðunum nefndi hann aldrei að hann hefði gert það í sjálfsvörn. Dómurinn leit þó til þess að samskiptin voru fram skömmu eftir atburðinn og ekki óeðlilegt að Talik hafi verið í uppnámi og frásögn hans borið þess merki. Engu að síður var horft til þessa. Litlir áverkar á Talik Læknir skoðaði Talilk skömmu eftir handtökuna. Engin sjáanleg sár voru á honum en þó mar á upphandlegg og roði á herðablaði. Óvíst væri um ástæður en ólíklegt að um varnaráverka væri að ræða. Bolur Talik var rifinn á tveimur stöðum. Engir áverkar voru tengdir rifunum. Þá fundust engir áverkar á hinum látna sem bentu til þess að hann hefði slegið frá sér eða beitt ofbeldi. Leit dómurinn til þess að miðað við enga áverka þá benti ekkert sérstaklega til þess að Talik hefði verið í bráðri hættu. Réttarmeinafræðingur sagði stungusárin og áverka af þeim markvissa. Ekkert benti til þess að þeir væru liður í sjálfsvörn. Slíkir áverkar væru almennt einfaldari stungusár og jafnvel að fólk hefði dáið fyrir „einhvers konar slysni“ í slíkum tilvikum. Í þessu tilviki væri áverkamyndin frekar markviss. Hann sagði þó að ekkert í niðurstöðunum talaði beinlínis gegn frásögn Talik. Var þá litið til skilaboða á pólsku sem Talik sendi vini sínum um nóttina. „Drep hann“, „Eftir smá stund“, „Er ekki að grínast“ voru skilaboð eftir miðnætti. Svo eftir að þeir komu aftur af djamminu sendi hann fleiri skilaboð. „Þessi vitleysingur fyrst drep ég hann og svo hengi ég mig“. Loks sendi hann skilaboð upp úr klukkan fimm: „Ég stakk hann með hníf“. Talik sagðist fyrir dómi ekki hafa meint skilaboð sín bókstaflega. Mikil reiði Dómurinn leit til þess að í fyrstu skilaboðunum sagði Talik að hann væri ekki að grínast. Það yki alvarleika skilaboðanna. Taldi dómurinn nærtækt að álykta að Talik hafi í skilaboðum sínum lýst fullmótuðum ásetningi sem hann hafi svo hrint í framkvæmd. Þær klukkustundir sem liðu á milli skilaboðanna séu til marks um að ekki hafi verið um andartakshugsun að ræða. Þó þyrfti að líta til þess að ekki er allt sem menn segja í reiði meint bókstaflega og Talik hafi verið töluvert ölvaður í það minnsta þegar hann sendi síðari skilaboðin. Ekki væri hægt að fullyrða með vissu að hann hafi verið búinn að einsetja sér að drepa herbergisfélaga sinn. Hann gæti hafa fengið útrás fyrir reiði sinni í skilaboðunum. „En jafnvel þó skilaboðin verði metin með þeim hætti, er ljóst að þau bera að minnsta kosti vott um mjög mikla reiði“ Talik í garð Kaminski segir í niðurstöðu dómsins. Þetta og fleiri atriði sem nefnd hafa verið hér leiddu til niðurstöðu héraðsdóms að ekki væri hægt að líta svo á að gjörðir Talik að stinga Kaminski hefði verið réttmæt neyðarvörn. 39 milljónir í bætur Ekki væri hægt að leggja til grundvallar að yfir Talik hafi vofað eða verið byrjuð ólögmæt árás sem hafi réttlætt athafnir Talik. Þá sé ekki hægt að miða við að Talik hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann hefði ekki getað fullkomlega gætt sín. Þá vakti dómurinn athygli á því að Talik hefði ekki hringt í lögreglu eða sjúkrabíl. Hann sagðist ekki hafa vitað númerið. Dómurinn leit til þess að hann hefði verið skamman tíma á landinu og hringt í vin sinn og beðið hann um að hringja á hjálp. Þá lýsti Talik því fyrir dómi að honum liði mjög illa vegna atburðanna og sagði dómurinn enga ástæðu til að efast um það. Niðurstaða héraðsdóms var að dæma Talik í sextán ára fangelsi og til að greiða dóttur og ekkju brotaþola samanlagt 39 milljónir í bætur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. 6. desember 2023 16:18 Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 18. október 2023 14:43 Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Talik var sakfelldur fyrir að hafa aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstsins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Talik bar fyrir sig neyðarvörn og leit héraðsdómur til ýmissa atriða við mat sitt á því hvort þau rök héldu vatni. Samkvæmt lögum eru þau verk sem unnin eru í virkilegri neyðarvörn refsilaus. Sakborningur þarf að færa eitthvað haldbært fram því til stuðnings. Stakk vopnlausan mann Verjandi Talik gagnrýndi að blóðferlarannsókn var ekki framkvæmd til að varpa betri sýn á átökin í íbúðinni umrædda nótt. Blóð fannst út um alla íbúð, löng blóðslóð var frá svefnherbergi, út gang, um opið rými og út fyrir húsnæðið. Héraðsdómur tók undir með verjandanum að slík rannsókn hefði mátt varpa skýrara ljósi á upphafsstað atburðarásarinnar og gang hennar um íbúðina. Talik var einn til frásagnar um hvað gekk á. Hann sagði Kaminski hafa lagt til sín með hníf, misst hann og Talik sjálfur náð haldi á honum. Því var ljóst að í öll þau skipti sem Talik stakk Kaminski þá stakk hann vopnlausan mann. Skömmu eftir atburðinn sendi hann skilaboð á systur sína og tvo vini. Þar hefði hann sagst líklega hafa drepið strák, stungið hann með hnífi og svo í samtali sagst hafa stungið hann í hálsinn. Í símtölunum eða skilaboðunum nefndi hann aldrei að hann hefði gert það í sjálfsvörn. Dómurinn leit þó til þess að samskiptin voru fram skömmu eftir atburðinn og ekki óeðlilegt að Talik hafi verið í uppnámi og frásögn hans borið þess merki. Engu að síður var horft til þessa. Litlir áverkar á Talik Læknir skoðaði Talilk skömmu eftir handtökuna. Engin sjáanleg sár voru á honum en þó mar á upphandlegg og roði á herðablaði. Óvíst væri um ástæður en ólíklegt að um varnaráverka væri að ræða. Bolur Talik var rifinn á tveimur stöðum. Engir áverkar voru tengdir rifunum. Þá fundust engir áverkar á hinum látna sem bentu til þess að hann hefði slegið frá sér eða beitt ofbeldi. Leit dómurinn til þess að miðað við enga áverka þá benti ekkert sérstaklega til þess að Talik hefði verið í bráðri hættu. Réttarmeinafræðingur sagði stungusárin og áverka af þeim markvissa. Ekkert benti til þess að þeir væru liður í sjálfsvörn. Slíkir áverkar væru almennt einfaldari stungusár og jafnvel að fólk hefði dáið fyrir „einhvers konar slysni“ í slíkum tilvikum. Í þessu tilviki væri áverkamyndin frekar markviss. Hann sagði þó að ekkert í niðurstöðunum talaði beinlínis gegn frásögn Talik. Var þá litið til skilaboða á pólsku sem Talik sendi vini sínum um nóttina. „Drep hann“, „Eftir smá stund“, „Er ekki að grínast“ voru skilaboð eftir miðnætti. Svo eftir að þeir komu aftur af djamminu sendi hann fleiri skilaboð. „Þessi vitleysingur fyrst drep ég hann og svo hengi ég mig“. Loks sendi hann skilaboð upp úr klukkan fimm: „Ég stakk hann með hníf“. Talik sagðist fyrir dómi ekki hafa meint skilaboð sín bókstaflega. Mikil reiði Dómurinn leit til þess að í fyrstu skilaboðunum sagði Talik að hann væri ekki að grínast. Það yki alvarleika skilaboðanna. Taldi dómurinn nærtækt að álykta að Talik hafi í skilaboðum sínum lýst fullmótuðum ásetningi sem hann hafi svo hrint í framkvæmd. Þær klukkustundir sem liðu á milli skilaboðanna séu til marks um að ekki hafi verið um andartakshugsun að ræða. Þó þyrfti að líta til þess að ekki er allt sem menn segja í reiði meint bókstaflega og Talik hafi verið töluvert ölvaður í það minnsta þegar hann sendi síðari skilaboðin. Ekki væri hægt að fullyrða með vissu að hann hafi verið búinn að einsetja sér að drepa herbergisfélaga sinn. Hann gæti hafa fengið útrás fyrir reiði sinni í skilaboðunum. „En jafnvel þó skilaboðin verði metin með þeim hætti, er ljóst að þau bera að minnsta kosti vott um mjög mikla reiði“ Talik í garð Kaminski segir í niðurstöðu dómsins. Þetta og fleiri atriði sem nefnd hafa verið hér leiddu til niðurstöðu héraðsdóms að ekki væri hægt að líta svo á að gjörðir Talik að stinga Kaminski hefði verið réttmæt neyðarvörn. 39 milljónir í bætur Ekki væri hægt að leggja til grundvallar að yfir Talik hafi vofað eða verið byrjuð ólögmæt árás sem hafi réttlætt athafnir Talik. Þá sé ekki hægt að miða við að Talik hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann hefði ekki getað fullkomlega gætt sín. Þá vakti dómurinn athygli á því að Talik hefði ekki hringt í lögreglu eða sjúkrabíl. Hann sagðist ekki hafa vitað númerið. Dómurinn leit til þess að hann hefði verið skamman tíma á landinu og hringt í vin sinn og beðið hann um að hringja á hjálp. Þá lýsti Talik því fyrir dómi að honum liði mjög illa vegna atburðanna og sagði dómurinn enga ástæðu til að efast um það. Niðurstaða héraðsdóms var að dæma Talik í sextán ára fangelsi og til að greiða dóttur og ekkju brotaþola samanlagt 39 milljónir í bætur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. 6. desember 2023 16:18 Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 18. október 2023 14:43 Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Maciej Jakub Talik var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á herbergisfélaga sínum að Drangahrauni í Hafnarfirði í sumar. Hann stakk Jaroslaw Kaminski fimm sinnum með hnífi en bar fyrir sig sjálfsvörn og fór fram á sýknu. 6. desember 2023 16:18
Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 18. október 2023 14:43
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34