Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 11. desember 2023 15:02 Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Jól Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Því já það er nú svo að við erum að horfa til alls höfuðborgarsvæðisins í heild þegar verið er að tala um jólastemninguna á svæðinu. Erlendir ferðamenn gera ekki greinarmun á því hvort þeir eru í Hafnarfirði eða Reykjavík – þó svo að við íbúarnir gerum það. En það má svo sannarlega segja að allt höfuðborgarsvæðið sé undirlagt af hátíðarupplifun þetta árið. Það er mikið verk að reyna að komast yfir að skoða alla þá fallegu staði sem hafa verið skreyttir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og upplifa jólaandann. Til þess að nefna nokkur dæmi: Miðborgin Reykjavík skartar sínu fegursta með skautasvelli, jólaketti, jólavættum og jólamörkuðum á hverju horni. Hellisgerði í Hafnarfirði er skreytt eins og úr ævintýrabók og Jólaþorpið aldrei verið fjölbreyttara. Í Guðmundarlundi í Kópavogi er lítið jólaævintýri með fallegum jólaljósum sem gleðja bæði unga sem aldna og þar er búið að vera í boði vinsælt jólaleikrit. Alla sunnudaga fyrir jól er aðventuupplestur í Gljúfrasteini í Mosfellsdal og Mosfellsbær er allur fallega skreyttur og þá sérstaklega við Hlégarð þar sem er tilvalið að fá sér góðan göngutúr. Garðatorg í Garðabæ býður einnig upp á rólega hátíðarstemningu þar sem m.a. á Hönnunarsafninu er hægt að setjast niður með öðrum og skrifa jólakortin. Árbæjarsafn býður upp á sígilda jóladagskrá sem er orðinn ómissandi heimsókn fyrir marga á aðventunni, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur svo jólaandann upp á næsta stig með jólahringekju og kósýheitum. Þjóðminjasafnið fær svo til sín kræsilega jólasveina á hverjum degi þrettán dögum fyrir jól. Jólatónleikar og jólaskop setja svo svip sinn á t.d. Hörpu, Hlégarð, Salinn og Bæjarbíó. Það er því eins og áður sagði nóg að upplifa þessa aðventuna sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu - þó hér hafi aðeins nokkur dæmi verið tekin. Í miðri aðventu er svo ferðaþjónustan að kappkosta við að taka á móti ferðamönnum og sýna þeim allt það besta sem við höfum upp á að bjóða sem áfangastaður. Því ferðamenn koma hingað í síauknu mæli til þess að upplifa jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma getað notið alls þess besta sem við höfum upp á að bjóða í s.s. afþreyingu, veitingastöðum, söfnum. Ekki skemmir ef það glittir í norðurljósin. Það má kannski segja að það komi ekkert á óvart að höfuðborgin sé valin einn besti áfangastaður til þess að upplifa jólastemninguna – og það viljum við sjá áfram. Það er svo sannarlega ánægjulegt bæði fyrir íbúa og ferðamenn. Það er von okkar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins að við öll njótum aðventunnar. Einnig að þeir ferðamenn sem hingað komi muni njóta þeirrar einstöku gestrisni sem við erum þekkt fyrir, eigi hér hæglætis jól og áramót og fari með góða sögu að segja. Njótið aðventunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun