Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Fimmmenningarnir tóku Iceguys lög og svo lög úr eigin safni. IceGuys Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag. Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Þrennir tónleikar IceGuys fóru fram á laugardag og var uppselt á þá alla. „Við hefðum líklega getað selt tvenna fulla tónleika í viðbót,“ segir Máni Pétursson einn skipuleggjanda tónleikanna sem segir tónleikahaldið hafa gengið vonum framar. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn.“ View this post on Instagram A post shared by ICEGUYS (@iceguysforlife) Segja má að Bítlaæði hafi gripið um sig vegna Iceguys í vetur. Sjónvarpsþáttaröð fimmmenninganna sló í gegn og ekki er annað að heyra en ánægju af tónleikunum. Talandi um Bítlaæði þá voru dæmi um að spenntir aðdáendur féllu í yfirlið á tónleikunum. Aðspurður segir Máni einn pilt hafa fallið í yfirlið á tónleikum yfir daginn en sjálfur hefði hann ekki heyrt af fleiri tilfellum. Fréttastofu er kunnugt um annað yfirlið í fremstu víglínu kvöldtónleikanna þar sem táningsstúlka var á ferð. Hugað var að henni af sjúkraliðum sem gáfu henni ávaxtasafa áður en hún gat borið goðin augum á nýjan leik. Máni segir allan söluvarning sem seldur var á tónleikunum hafa selst upp, svo mikið sé IceGuys brjálæðið. „Þetta var með því ruglaðra sem ég hef upplifað.“ Mikil eftirvænting var eftir tónleikunum og sást það vel á Facebook þráðum þar sem foreldrar og aðrir óskuðu eftir miðum á tónleikana. Ísdrengirnir sem skipa IceGuys gengið eru þeir Aron Can, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, Herra hnetusmjör og Rúrik Gíslason en þeir hafa notið mikilla vinsælda. Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, lofaði aðdáendum á tónleikunum öðrum sambærilegum tónleikum á næsta ári. „Sjáum ykkur eftir ár,“ sagði hann þegar hann gekk út af sviðinu á laugardag.
Tónlist Hafnarfjörður Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56 Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flugumferðarstjórar, en allt að því“ Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 14. desember 2023 11:56
Stjörnulífið: Flugstjórapartí og Edda Falak Íslandsmeistari Árshátíðir, veisluhöld og bleikur föstudagur báru af í íslensku samfélagi í liðinni viku. Stjörnur landsins nutu lífsins hvort sem það var uppi á sviði, í ræktinni, á Íslandsmeistaramóti eða erlendis. 23. október 2023 11:09