
Bensín og olía

„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“
Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest.

Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu
Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu.

Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu
Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt.

Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa
Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum.

Samþykkja leyfi fyrir nítján olíu- og gasvinnsluverkefni við Noreg
Norsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á nítján olíu- og gasvinnsluverkefni á landgrunni sínu í dag. Heildarfjárfestingin er sögð nema meira en 200 milljörðum norskra króna, jafnvirði meira en 2.500 milljarða íslenskra króna.

Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð
Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu.

Sigga Beinteins syngur í enn einum bensínstöðvareyrnaorminum
Sigga Beinteinsdóttir söngkona með meiru syngur nýjasta lagið frá Atlantsolíu. Um er að ræða enn einn eyrnaorminn frá bensínstöðinni, sem lýsir laginu sem sumarsmelli í tilkynningu.

Bíræfnir bensíntittir
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu.

Erfiðast að hafa ekki getað sagt bless við fólkið hjá Festi
Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðukona markaðssviðs N1, segir erfiðast við nýtilkomin starfslok hjá Festi að hafa ekki getað sagt bless við fólkið sitt. Festi tilkynnti um sjö uppsagnir til Kauphallar í gær.

Forseti Cop28 sakaður um „grænþvott“ á Wikipedia
Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC).

Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín
Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar.

Skamma Olís vegna HM-afláttar sem gilti bara á sumum ÓB-stöðvum
Neytendastofa hefur slegið á fingur Olís vegna auglýsinga um afslátt á eldsneyti á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Félagið auglýsti þar afslátt af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð í janúar síðastliðinn, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Hefur félaginu verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Stærsta stöð N1 á Suðurnesjum
Skóflustunga hefur verið tekin að nýrri þjónustumiðstöð N1 að Flugvöllum í Reykjanesbæ.

Olíusjóðurinn vill ekki gera olíufélag loftslagsvænna
Norski olíusjóðurinn ætlar að greiða atkvæði gegn ályktun um að breska olíufélagið BP setji sér metnaðarfyllri loftslagsmarkmið á hluthafafundi í næstu viku. Hópurinn sem stendur að ályktuninni segir sjóðinn ekki framfylgja eigin fjárfestingastefnu.

Segja íslensku olíufélögin hafa gert þegjandi samráð um að lækka ekki verð
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir forstjóra Skeljungs reyna að afvegaleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi. Félagið segir að íslensku olíufélögin hafi með sér þegjandi samráð um að lækka ekki útsöluverð á bensíni og dísilolíu þrátt fyrir lækkandi verð eldsneytis á heimsmarkaði.

Festi skoðar sölu á 60 prósenta hlut sínum í Olíudreifingu
Festi, sem meðal annars er móðurfélag N1, skoðar nú hvort selja eigi 60 prósenta hlut sinn í Olíudreifingu. Að sögn stjórnenda Festi er um að ræða „frumskoðun á framtíðareignarhaldi“ félagsins, sem er undir ströngum skilyrðum af hálfu Samkeppniseftirlitsins, en eftirstandandi hlutur er í eigu Olís.

ESB lætur undan Þjóðverjum með bann við bensín- og dísilbílum
Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina.

Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu.

Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun
New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili.

Bensínlítrinn undir 290 krónur í fyrsta sinn síðan í maí
Söluverð á bensínlítranum hjá Costco, þar sem lægsta verð hefur verið í boði, er kominn undir 290 krónur í fyrsta sinn síðan í maí síðastliðinn.

Árni ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar
Árni Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar. Hann tekur við starfinu af Herði Gunnarssyni sem hefur gegnt því undanfarin tuttugu og tvö ár.

Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða
Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig.

Díselolía farin að klárast og skert þjónusta í boði
Um fjórðungur bensínstöðva N1 er með skerta þjónustu sem stendur og díselolía farin að tæmast á nokkrum stöðvum. Ekki sé þó sami hamagangur hjá neytendum og í upphafi verkfalls og því gangi hægar á birgðirnar.

Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt
Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt.

Hundrað þúsund lítrar af dísilolíu í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar
Um það bil 110 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðar og út í sjó eftir bilun við bensínstöð Costco í Garðabæ í desember. Bæjarfulltrúi segir að um sé að ræða gríðarlega alvarlegt mengunarslys.

„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“
Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn.

Þrjár stórar bensínstöðvar N1 verða fyrir undanþáguaðila
N1 hefur fengið undanþágu til afgreiðslu á þremur benínstöðvum félagsins. Þar geta aðilar sem hafa fengið undanþágur samþykktar hjá Eflingu fengið afgreitt eldsneyti.

Ísland á „grafalvarlegum stað“ eftir tvær vikur af verkföllum
Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir það gríðarleg vonbrigði að verkfall hefjist aftur í nótt. Á föstudaginn og laugardag hefði tónninn í deiluaðilum verið jákvæður og hann var vongóður um að deilan myndi leysast.

„Ég get nú kannski ekki sagt að þetta komi mikið á óvart“
Viðræðum Eflingar og SA er lokið og því ljóst að verkfall mun hefjast á miðnætti. Framkvæmdastjóri Olís þetta ekki koma mikið á óvart. Fyrirtækið búi sig undir að verkfallið gæti dregist á langinn.

Segir leiðsögumönnum að láta dæluna ganga
Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta.