Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2025 12:23 Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson er hæstaréttarlögmaður. Vísir/Vilhelm Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára. Frá árinu 2004 þegar lög um olíu- og kílómetragjald vegna þungaflutninga voru sett hefur verið vísað til reglugerðar ráðherra varðandi ýmsa þætti við innheimtu gjaldsins. Til að mynda er ráðherra heimilt að ákvarða hvaða ökutæki falla undir gjaldið. Alþingi verður að ákvarða skattheimtu Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, telur þetta ólöglegt. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherra ekki heimilt að hafa neitt með skattheimtu að gera en lagaramminn sé þannig að ráðherra geti breytt hverjir greiða gjaldið. „Ekki nema að það séu mjög skýr viðmið í lögunum um það hvernig ráðherra eigi að haga sér við setningu slíkra reglna. En svo er ekki. Það eru engin viðmið,“ segir Vilhjálmur. „Ráðherra má ekki að ákveða fjárhæðina eða hver greiðir, það má ekki.“ 6,8 milljarðar í endurkröfur Vilhjálmur hefur verið að setja sig í samband við þá sem hafa greitt þetta gjald þar sem hann telur ríkið vera skaðabótaskylt. „Þeir aðilar sem hafa ofgreitt skatt eiga endurkröfu á ríkið. Þær kröfur reyndar fyrnast á fjórum árum. En þetta er held ég 1,7 milljarður á ári sem ríkið hefur í tekjur af þessu. Á fjórum árum eru það 6,8 milljarðar. Þannig hver og einn aðili sem hefur greitt þetta gjald þarf að gera kröfu til þess að dráttarvextir byrji að tikka. Svo sjá dómstólar um að koma með endanlegan úrskurð hvað þetta varðar en þetta eru verulegir hagsmunir, það er alveg ljóst,“ segir Vilhjálmur. Bensín og olía Stjórnsýsla Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Bílar Kílómetragjald Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Frá árinu 2004 þegar lög um olíu- og kílómetragjald vegna þungaflutninga voru sett hefur verið vísað til reglugerðar ráðherra varðandi ýmsa þætti við innheimtu gjaldsins. Til að mynda er ráðherra heimilt að ákvarða hvaða ökutæki falla undir gjaldið. Alþingi verður að ákvarða skattheimtu Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, telur þetta ólöglegt. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherra ekki heimilt að hafa neitt með skattheimtu að gera en lagaramminn sé þannig að ráðherra geti breytt hverjir greiða gjaldið. „Ekki nema að það séu mjög skýr viðmið í lögunum um það hvernig ráðherra eigi að haga sér við setningu slíkra reglna. En svo er ekki. Það eru engin viðmið,“ segir Vilhjálmur. „Ráðherra má ekki að ákveða fjárhæðina eða hver greiðir, það má ekki.“ 6,8 milljarðar í endurkröfur Vilhjálmur hefur verið að setja sig í samband við þá sem hafa greitt þetta gjald þar sem hann telur ríkið vera skaðabótaskylt. „Þeir aðilar sem hafa ofgreitt skatt eiga endurkröfu á ríkið. Þær kröfur reyndar fyrnast á fjórum árum. En þetta er held ég 1,7 milljarður á ári sem ríkið hefur í tekjur af þessu. Á fjórum árum eru það 6,8 milljarðar. Þannig hver og einn aðili sem hefur greitt þetta gjald þarf að gera kröfu til þess að dráttarvextir byrji að tikka. Svo sjá dómstólar um að koma með endanlegan úrskurð hvað þetta varðar en þetta eru verulegir hagsmunir, það er alveg ljóst,“ segir Vilhjálmur.
Bensín og olía Stjórnsýsla Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Bílar Kílómetragjald Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira