Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar 19. mars 2025 07:00 Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bensín og olía Kílómetragjald Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun