Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar 19. mars 2025 07:00 Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Bensín og olía Kílómetragjald Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur komið á óvart, en þó um leið ekki, að sjá hvernig umræða um kílómetragjaldið hefur þróast, nú þegar frumvarp um málið er komið fram á ný. Þau sjónarmið hafa heyrst að vont sé að gjöld á jarðefnaeldsneyti, önnur en kolefnisgjaldið, verði afnumin. Ég taldi persónulega að fólk myndi taka því fagnandi að greiða minna við dæluna í hvert sinn sem það fyllti á tankinn, en hef orðið var við áhyggjur af því að olíufélögin muni nýta tækifærið til að maka krókinn á kostnað almennings. Það litla traust sem margir virðast bera til fyrirtækjanna sem selja okkur eldsneyti er kannski skiljanlegt. Fólk sem komið er yfir miðjan aldur talar stundum um sig sem kaldastríðsbörn. Ef þau eru það, þá má mögulega kalla mína kynslóð samráðsbörn. Fá innlend málefni voru meira í deiglunni þegar ég var að komast til meðvitundar um samfélagið upp úr aldamótum en ólögmætt samráð olíufélaganna. Til upprifjunar, þá höfðu stóru olíufélögin þrjú með sér ólögmætt samráð, sem stóð yfir í um áratug, frá því að frelsi var komið á með olíuviðskipti hérlendis á árunum 1991 til 1992. Þá hætti ríkið að hafa afskipti af verðlagningu og samningum um innflutning á eldsneyti. Samkeppni á markaði átti að tryggja hag neytenda og annarra viðskiptavina olíufélaganna. Það gerði hún því miður ekki. Félögin brugðust við nýfengnu frelsi með ólögmætu samráði sín á milli sem stóð linnulaust yfir, að minnsta kosti frá gildistöku samkeppnislaga árið 1993 og til loka árs 2001. Þegar skýrsla Samkeppnisstofnunar lá fyrir árið 2004 var niðurstaðan skýr. Brotin voru þaulskipulögð. Almenningi blöskraði. Fréttablaðið framkvæmdi viðhorfskönnun og spurði hvort forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka vegna samráðsins. Níutíu og níu prósent svarenda voru því sammála. Íslendingar hafa sjaldan verið jafn sammála um nokkurn hlut. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra kallaði málið eitt „grófasta og svívirðilegasta þjófnaðarmál sögunnar“ í umræðum um skýrslu Samkeppnisstofnunar á þingi. Eðlilega. Beinn ávinningur olíufélaganna þriggja af samráðinu var sagður ekki minni en 6,5 milljarðar króna (17 milljarðar núvirt) og heildarkostnaður samfélagsins vegna samráðsins var talinn um 40 milljarðar króna (111 milljarðar núvirt). Vantraustið gagnvart olíufélögunum situr greinilega enn í fólki. Kannski ekki okkur samráðsbörnunum, sem höfðum ekki fjárráð á þessum tíma, en mörgum af eldri kynslóðum. Aðhaldið er í okkar höndum Mér er þó mjög til efs að þetta sama fólk vilji snúa aftur til þeirra tíma er ríkisvaldið handstýrði verðinu á eldsneyti til neytenda og annaðist samninga um olíukaup fyrir bensínstöðvar á Íslandi. Samkeppnisumhverfi olíufélaganna hefur færst til betri vegar frá fyrri tímum undir vökulu auga Samkeppniseftirlitsins og fleiri aðila eins og hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, samtaka neytenda og svo auðvitað fjölmiðla. Nýir aðilar hafa komið inn á markaðinn og hrist upp í honum. Stór hluti eldneytismarkaðarins er í eigu skráðra félaga sem eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna. Það má þó, sem áður segir, hafa skilning á því að fólk vantreysti olíufélögunum í ljósi sögunnar. Að sama skapi má segja að þau sem stýra verðlagningunni á eldsneyti standi frammi fyrir ákveðnum freistnivanda þegar álögur ríkisins á eldsneytið sem þau selja minnka snarlega með einu pennastriki. Það mun eflaust brengla verðvitund neytenda. Um 450 milljón lítrum eldsneytis er dælt á ökutæki landsins á hverju ári. Hver króna í hækkuðu meðalútsöluverði samsvarar því 450 milljónum króna árlega, sem myndu renna frá almenningi og atvinnulífi í landinu til olíufélaganna. Það er mikilvægt að olíufélögin finni fyrir aðhaldi við þessar aðstæður. Það var því gott að heyra frá ráðherra nýlega að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði átt í samtali við verðlagseftirlit ASÍ um að viðhafa eftirlit með verði á eldsneyti í tengslum við þessar breytingar. Afgangurinn af aðhaldinu er svo í höndum okkar neytenda. Verum vakandi fyrir þróuninni. Afnám opinberra gjalda samhliða upptöku nýs og skynsamlegs kílómetragjalds á ekki að fela í sér tækifæri fyrir olíufélög til að auka framlegð sína. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, fæddur 1991 og keyrir dísilbíl
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar