Samfylkingin

Fréttamynd

Þór­ólfur ætlar ekki fram

Þórólf­ur Guðna­son, fyrrverandi sótt­varna­lækn­ir, ætlar ekki að fylgja í fótspor Víðis Reyn­is­sonar og Ölmu Möller og bjóða sig fram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef alltaf haft augun á þessu“

Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál.

Innlent
Fréttamynd

Alma vill leiða Sam­fylkinguna í Kraganum

Alma Möller landlæknir vill leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður tilkynnti í dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér vegna heilsubrests. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingkona flokksins stefnir á sama sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni hættur við og styður Ölmu

Guðmundur Árni sækist ekki lengur eftir oddvitasæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Það tilkynnti hann á Facebook rétt í þessu. Í tilkynningu sinni vísar hann til tímabundinna heilsufarsástæðna. Það sé að læknisráði sem hann taki þessa ákvörðun. Hann segist styðja Ölmu Möller í forystu í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

„Eigum við ekki að fara yfir þann þröskuld þegar við komum að honum?“

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, gamalreyndar stjórnmálakempur sem báðar sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingar í Kraganum, svara því ekki hvort þau þæðu sæti neðar á lista. Mikil spenna ríkir einnig fyrir baráttu um annað sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu, sem skera á úr um á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Vill að rödd hins al­menna launa­manns heyrist á Al­þingi

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefur verið að ýta við mér“

Flosi Eiríksson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist íhuga það alvarlega að skella sér í pólitíkina á ný ef félagar hans í Samfylkingunni vilja njóta liðsinnis hans.

Innlent
Fréttamynd

Alma hættir sér ekki í oddvitabaráttuna

Alma Möller landlæknir gefur kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún fer í leyfi frá störfum sem landlæknir þegar listinn verður birtur og tekur Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir við embættinu á meðan. 

Innlent
Fréttamynd

Alma Möller skellir sér í pólitíkina

Alma Möller landlæknir hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Jón Magnús gefur kost á sér

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

„Loksins er lokið lengsta dauða­stríði nokkurrar ríkis­stjórnar“

Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Odd­ný ætlar ekki aftur fram

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður flokksins, mun ekki sækjast eftir sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi vill fara fram fyrir Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sig­mundar og lands­fundi frestað

Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ein­hugur meðal for­manna flokkanna um fram­haldið

Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Dag­björt stendur við færsluna sem hún eyddi

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi.

Innlent
Fréttamynd

Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“

Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“.

Innlent
Fréttamynd

Upp­stilling á fram­boðs­lista „ekki A-kostur“

Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“

Innlent
Fréttamynd

Má gera ráð fyrir að Halla ræði við for­menn allra flokka

Það má gera ráð fyrir því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, muni funda með formönnum allra flokka Alþingis og Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, á morgun í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu væri slitið og að boðað yrði til kosninga í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn hringi nú í allar aug­lýsinga­stofurnar

„Þú getur rétt ímyndað þér hvort Framsóknarflokkurinn sé ekki að hringja í allar auglýsingastofurnar núna. Hvaða slagorð komið þið með fyrir okkur til að bjarga þessu. Það eru fundir hjá VG og Sjálfstæðisflokkurinn er bara að vona að þetta leysist fram til 30. nóvember. Þetta verða áhugaverðir dagar framundan“

Innlent