Mannasættir Teitur Atlason skrifar 8. janúar 2026 12:00 Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært. Orðið innifelur meðal annars hugtökin úrræðasemi, sáttaumleitun, samskipti, tillitssemi, úrlausn, samstarf, samráð, nærgætni, greiðvirkni, rósemi og málaleitan, svo nokkur dæmi séu tekin. Mannasættir er fyrsta orðið sem mér dettur í hug þegar borgarstjórann okkar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur ber á góma. Ég hef þekkt hana í nokkur ár í gegnum starf innan Samfylkingarinnar og þekki af eigin raun þennan kost hennar og hversu mikilvægur þessi eiginleiki hennar er í stjórnmálastarfi. Heiða hefur verið í allskonar hlutverkum innan stjórnmálanna og fáir þekkja betur hvernig kerfið virkar heldur en hún. Þetta hól mitt um Heiðu Björgu er ekkert prívat skoðun mín. Þessi skoðun mín er frekar almenn og sérstaklega hjá þeim sem þekkja til starfa Heiðu Bjargar. Besta dæmið um þetta var þegar Heiða var kjörinn formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga árið 2022. Það voru ekki flokksmenn hennar úr Samfylkingunni sem kusu hana í þessa mikilvæga embætti heldur það sem kalla má pólítíska andstæðinga hennar. Heiða var fyrsta manneskja sem ekki kemur úr Sjálfstæðisflokknum til þess að gegna þessu embætti. Það var ekki vegna þess að hún var “þeirra” eða hafði beðið þolinmóð eftir þessari vegtyllu. Þetta var vegna þess að hún er mannasættir og sú sem embættismennirnir í Samtökum íslenskra sveitarfélaga, treystu best til að standa í stafni i þessum mikilvægu samtökum. Því miður (eða sem betur fer), þá stoppaði Heiða Björg stutt við í þessu embætti því eftir upphlaup Framsóknarflokksins. Þá fór í gang atburðarás sem endað með meirihluta 5 flokka undir forystu Samfylkingarinnar.Um leið og ég sá Einar Þorsteinsson titra í sjónvarpinu eftir að glappaskotið varð heyrinkunnugt, þá sagði ég við alla sem á vegi mínum urðu, að Heiða Björg yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Enda varð sú raunin. Heiða var eina manneskja sem gat sameinað nýjan meirihluta úr 5 flokkum. Þetta var enginn draumastaða, en það þurfti að greiða úr óreiðunni sem Einar Þorsteinsson skildi eftir sig og enginn gat það nema Heiða Björg Hilmisdóttir. Hérna kemur að mikilvægu máli sem aldrei er talað um þegar almenningur spáir í hin pólitísku spil sem koma upp þegar gefið er upp á nýtt. Það var ekki sturlaður metnaður til að „ná á toppinn” sem varð til þess að Heiða Björg Hilmisdóttir varð borgarstjóri (eins og alltof oft má sjá í forystuliði stjórnmálanna) heldur kostur hennar sem mannasættir. Þetta er lykilatriði og óendanlega mikilvægt þegar kemur að persónum og leikendum á hinu pólitíska sviði. Stundum er það svo að þeir einstaklingar sem mest þrá völdin, eru sennilega síðasta fólkið sem ætti að höndla þau. Ég hvet allt Samfylkingarfólk í Reykjavík til að tryggja að Heiðu óumdeilt umboð til þess að leiða lista Samfylkingarinnar í kosningum til borgarstjórnar í maí.Höfundur er jafnaðarmaður og ritari Rósarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun