Kjaramál Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. Innlent 23.11.2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. Innlent 23.11.2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Innlent 23.11.2024 12:19 Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Skoðun 23.11.2024 11:33 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. Innlent 22.11.2024 19:26 Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Innlent 22.11.2024 18:52 Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Innlent 22.11.2024 09:45 Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð. Innlent 21.11.2024 20:20 Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21.11.2024 15:01 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Innlent 21.11.2024 15:01 Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Skoðun 21.11.2024 10:33 Kjósum Vinstri græn til áhrifa Kosningarnar 30. nóvember næstkomandi snúast um hugmyndafræði. Þær snúast um hvert samfélagið velur að stefna næstu fjögur ár. Hvort kjósendur velja hægri flokka sem setja aukin ójöfnuð á dagskrá, með niðurskurðarstefnu og einkavæðingu eða hvort kjósendur velja vinstriflokka sem vilja vinna að auknum jöfnuði, öflugri samneyslu og bættu velferðarkerfi. Skoðun 21.11.2024 07:30 Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Innlent 20.11.2024 21:39 Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. Innlent 20.11.2024 20:47 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59 Fjárfest í mínum skóla Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Skoðun 20.11.2024 15:31 Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga en samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Karphúsinu í morgun annan daginn í röð. Innlent 20.11.2024 11:48 Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Skoðun 19.11.2024 17:47 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. Viðskipti erlent 19.11.2024 14:15 Staðreyndir um jafnlaunavottun Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Skoðun 19.11.2024 13:45 Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19 Hvar eru frambjóðendurnir? Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Skoðun 19.11.2024 10:17 Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Innlent 18.11.2024 21:02 Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Skoðun 18.11.2024 13:17 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. Innlent 18.11.2024 10:25 Frekar vandræðalegt Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Skoðun 18.11.2024 09:32 Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Verkfall kennara við Menntaskólann í Reykjavík hófst nú á miðnætti og mun það standa fram til 20. desember ef ekki verður samið í millitíðinni. Kennarar og leiðbeinendur sem eru í KÍ leggja niður störf, sem og náms- og starfsráðgjafar. Innlent 18.11.2024 06:53 Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Innlent 17.11.2024 19:03 „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Innlent 17.11.2024 12:23 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Innlent 16.11.2024 19:36 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 156 ›
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. Innlent 23.11.2024 17:03
KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. Innlent 23.11.2024 14:42
Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. Innlent 23.11.2024 12:19
Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum. Skoðun 23.11.2024 11:33
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. Innlent 22.11.2024 19:26
Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Innlent 22.11.2024 18:52
Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Innlent 22.11.2024 09:45
Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð. Innlent 21.11.2024 20:20
Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21.11.2024 15:01
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. Innlent 21.11.2024 15:01
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Skoðun 21.11.2024 10:33
Kjósum Vinstri græn til áhrifa Kosningarnar 30. nóvember næstkomandi snúast um hugmyndafræði. Þær snúast um hvert samfélagið velur að stefna næstu fjögur ár. Hvort kjósendur velja hægri flokka sem setja aukin ójöfnuð á dagskrá, með niðurskurðarstefnu og einkavæðingu eða hvort kjósendur velja vinstriflokka sem vilja vinna að auknum jöfnuði, öflugri samneyslu og bættu velferðarkerfi. Skoðun 21.11.2024 07:30
Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Innlent 20.11.2024 21:39
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. Innlent 20.11.2024 20:47
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59
Fjárfest í mínum skóla Merkilegt þegar verkalýðsfélög aðstoða vinnuveitendur við að efla starfsemi sína. Stundum kemur slíkt uppúr grimmum vinnudeilum og verkfallshótunum. Skoðun 20.11.2024 15:31
Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga en samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í Karphúsinu í morgun annan daginn í röð. Innlent 20.11.2024 11:48
Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Skoðun 19.11.2024 17:47
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. Viðskipti erlent 19.11.2024 14:15
Staðreyndir um jafnlaunavottun Vinnuveitendur hafa ýmis tæki og tól til þess að tryggja lagaleg réttindi starfsfólks og er jafnlaunavottun eitt þeirra. Ýmis rök mæltu með því að jafnlaunavottun væri gerð að lagaskyldu árið 2017, meðal annars þau að áratugalöng barátta fyrir launajafnrétti hafði litlu skilað þrátt fyrir að fyrstu íslensku lögin um launajöfnuð kvenna og karla hafi verið sett árið 1961. Skoðun 19.11.2024 13:45
Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans í gær. Í tilkynningu kemur fram að góð mæting hafi verið á fundinn af bæði kennurum og foreldrum með börn sín. Innlent 19.11.2024 11:19
Hvar eru frambjóðendurnir? Að undanförnu hefur verið fjallað um þá alvarlegu stöðu sem blasir við háskólamenntuðum á landinu. Í dag hafa stéttarfélög þúsunda háskólamenntaðra starfsmanna og hið opinbera enn ekki náð samningum sín á milli. Skoðun 19.11.2024 10:17
Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Innlent 18.11.2024 21:02
Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Auglýst er eftir sveitarstjórnarmönnum. Þeir sem kunna að hafa orðið þeirra varir eru beðnir um að ýta við þeim og benda þeim á að þeir þurfa að standa sig í starfinu. Skoðun 18.11.2024 13:17
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. Innlent 18.11.2024 10:25
Frekar vandræðalegt Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Skoðun 18.11.2024 09:32
Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Verkfall kennara við Menntaskólann í Reykjavík hófst nú á miðnætti og mun það standa fram til 20. desember ef ekki verður samið í millitíðinni. Kennarar og leiðbeinendur sem eru í KÍ leggja niður störf, sem og náms- og starfsráðgjafar. Innlent 18.11.2024 06:53
Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Innlent 17.11.2024 19:03
„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Innlent 17.11.2024 12:23
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Innlent 16.11.2024 19:36