
Tímamót

Hafnfirðingur númer 30.000 leystur út með gjöfum
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar heimsótti nýfædda stúlku, sem er bæjarbúi Hafnarfjarðar númer 30,000.

Gunnar og Fransiska Björk eignuðust stúlku
Gunnar Nelson segist stoltur af kærustunni eftir fæðinguna.

Skúli og Gríma eiga von á sínu fyrsta barni
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri Wow air, og Gríma Björg Thorarensen eig von á sínu fyrsta barni saman.

Hæstaréttarlögmaður og fótboltadómari fertugur
Arnar Þór Stefánsson, fyrrverandi næturfréttamaður á RÚV og nú einn eigenda lögmannsstofunnar LEX, hefur sterkar rætur til Húsavíkur. Ætlar að fagna tímamótunum með fjölskyldunni og er alveg eins líklegt að Hamborgarafabrikkan verði fyrir valinu.

10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum
23 ár eru nú liðin frá stofnun norska olíusjóðsins.

Ásdís og John gengu í það heilaga
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir of John Annerud, frjálsíþróttaþjálfari, gengu í það heilaga á laugardagskvöldið.

Bikaróði formaðurinn
Kristinn Kjærnested hættir sem formaður knattspyrnudeildar KR eftir 20 ára stjórnarsetu. Á þeim tíma varð karlaliðið 7 sinnum Íslandsmeistari, 5 sinnum bikarmeistari og kvennaliðið lyfti bikarnum einu sinni. Hann segir nýjasta titilinn sætastan.

Strandboltamarkið fræga á tíu ára afmæli í dag en sökudólgurinn var sextán ára
Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir nákvæmlega tíu árum síðan fékk liðið á sig eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Var alls ekki besta útgáfan af sjálfri mér undir áhrifum“
„Upphaflega fer ég til miðils og það kemur fram á fundinum að það færi mér nú ekki vel að drekka og ég væri með svo flottann persónuleika að ég ætti nú alveg að íhuga að hætta að drekka.“

Séra Davíð Þór segist víst hafa gift sig í kirkju
Séra Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir gengu í það heilaga í Laugarneskirkju um helgina.

FH-ingar fagna stórafmæli
Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) var stofnað þennan dag árið 1929 og fagnar því 90 ára afmæli sínu. Haldið verður upp á tímamótin 26. október með pompi og prakt.

Kolbeinn jafnaði markametið
Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta.

Fyrstur til að hlaupa maraþon á undir tveimur tímum
Risastór kafli var skrifaður í íþróttasögunni í Vín í Austurríki í morgun.

Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber
Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sínum.

Kristinn hættir á toppnum hjá KR
Knattspyrnudeild KR mun fá nýjan formann á næsta ári því Kristinn Kjærnested hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að hafa unnið fyrir deildina í 20 ár.

Fetar í fótspor afans sem hann aldrei fékk að kynnast
"Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Geir Finnsson sem tekur sæti í borgarstjórn í fyrsta sinn í dag en hann er varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn. Afi hans, Geir Hallgrímsson, var borgarstjóri í Reykjavík í mörg ár.

Justin Bieber birtir fyrstu myndirnar úr brúðkaupinu
Kanadíski poppprinsinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Baldwin trúlofuðu sig á Bahamaeyjum síðasta sumar og gengu síðan í það heilaga í september á síðasta ári með leynilegri athöfn.

Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri.

Karen sú níunda sem nær 100 landsleikjum
Karen Knútsdóttir var markahæst í tímamótaleiknum.

Jon Ola Sand kveður Eurovision
Norðmaðurinn hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Eurovision frá 2011.

Í Val verður alltaf hlúð vel að kvennaíþróttum
Valskonur urðu nýverið Íslandsmeistarar í knattspyrnu og er Valur fyrsta félagið sem er handhafi titilsins í handbolta, fótbolta og körfubolta.

Opna sögusýningu í tilefni af 70 ára afmæli Þróttar
Knattspyrnufélagið Þróttur hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu.

Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt.

Tobba og Kalli gengu í það heilaga í fallegu sveitabrúðkaupi á Ítalíu
Þau Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu og var yndislegt veður.

Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941 og því 78 ára gömul.

Vona að ég hafi gert gagn
Þótt ótrúlegt sé er Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, áttatíu og fimm ára í dag. Hitt kemur síður á óvart að afmælisgestir fá nýtt óvísindalegt leikhúskver.

Sjötugsafmæli Jóhanns fagnað með ráðstefnu
Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær og verður ráðstefna honum til heiðurs haldin á morgun. Þar munu samferðamenn hans á ferlinum og fyrrverandi nemendur halda fyrirlestra um tækni.

70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns
Haldið var upp á 70 ára afmælis Skógaskóla og Skógasafns undir Austur Eyjafjöllum í dag að viðstöddu fjölmenni.

Adele sækir um skilnað
Söngkonan Adele hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Simon Konecki en BBC greinir frá.

Þórunn Erna og Olgeir eiga von á barni
Leikkonan, söngkonan og lagasmiðurinn Þórunn Erna Clausen og Olgeir Sigurgeirsson eiga von á sínu fyrsta barni saman.